Karmellumuffins

 

 Karmellumuffins

kokur

 

 

 

 

 

 

 

 

Átti heimagerða karmellusósu og ákvað því að skella í karmellumuffins. Er löngu hætt að baka muffins eftir uppskrift, heldur skelli bara því saman sem mér dettur í hug.

Uppskriftin núna var nokkurn vegin svona.

Ca. 1 dl karmellusósa (hún er gerð þannig að 1 bolli sykur er bræddur á pönnu þar til gulbrúnn, þá er ríflega 1 bolli að vatni bætt í og látið sjóða saman, á að vera fljótandi, gæti þurft að bæta vatni við)  og 150 gr. smjörlíki þeytt vel saman, út í það bætt 2 eggjum, 1-2 tsk vanilla og 1 dós hnetu- og karmellujógúrt.

Út í þetta bætt 2 bollum hveiti, 1 tsk lyftiduft, 1 tsk natron og 1 poki karmellukurl, hrært létt saman við.

Fylla muffinsformin að svona 3/4, baka við 180 °C. 

kokur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband