Hvað með Davíð

Þannig að gáleysilegt orðalag seðlabankastjóra ýtti Kaupþingi yfir brúnina. Hvaða annar seðlabankastjóri í heiminum heldi starfinu eftir þessa frammistöðu. Hvað með það þó þurfi að borga honum starfslokagreiðslu. Ég er tilbúin að borga upp í hana. Kannski ætti almenningur að fara að safna fyrir henni, ég er til í að aðstoða við það.
mbl.is Atburðir í Bretlandi felldu Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hlýtur að vera hægt að reka hann fyrir þetta?

Úrdr. úr X. kafla almennra hegningarlaga - 91. gr.

sjá:  http://bofs.blog.is/blog/bofs/

Ragnar (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 07:52

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Klúður á klúður ofan. Skipið mun sökkva með þessari áhöfn. Hvað gerum við, rotturnar?

Villi Asgeirsson, 9.10.2008 kl. 08:30

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Viðar, ef Kaupþing er sett í greiðslustöðvun vegna orða Davíðs, er ekki verið að kenna neinum um. Sumt er eflaust logið upp á hann, en þetta ekki. Annars bjó hann til þetta umhverfi, lagði blessun sína yfir það og klúðraði svo hruninu. Það breytir litlu hvort hann sé spilltur eða vanhæfur. Hann er ekki rétti maðurinn í starfið.

Villi Asgeirsson, 9.10.2008 kl. 08:34

4 identicon

Geir, Davíð og fólkið í landinu  eru aðalhetjurnar sem eru að reyna að frelsa okkur út úr klóm skuldanna

Adolf (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 09:29

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

- Úrdr. úr X. kafla almennra hegningarlaga - (endurbirt hér til hægðarauka -bofs)

91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með …1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.

Við skulum vona fyrir hönd allra hlutaðeigandi að þeir muni geta borið við gáleysi þegar þar að kemur.

P.S. Vek enn og aftur athygli á undirskriftasöfnuninni til áskorunar um afsögn stjórnarformanns Seðlabankans.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.10.2008 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband