Færsluflokkur: Matur og drykkur
Laugardagur, 30. ágúst 2008
Bragðsterk kjúklingasúpa
Fékk þessa uppskrift hjá henni Völu Dögg systurdóttur minn á Ísafirði, komst svo að því Heiða Pálrún systir hennar átti nánast sömu uppskrift. Þetta er mjög góð súpa og hentar vel þegar verið er að elda fyrir marga, síðan hef ég aðeins breytt henni
5 msk matarolía
2 msk karrý
3 hvítlauksrif söxuð
1 blaðlaukur saxaður
3 paprikur í mismunandi litum, saxaður
200 g rjómaostur má vera meira
1/2 til 1 flaska Heinz chilli sósa (má vera hot)
salt og pipar eftir smekk
2-3 tsk. kjúklinga- og/eða grænmetiskraftur (Oskar)
1 dós kókosmjólk
rjómi - mjólk - vatn eftir smekk og þörfum
600 - 800 gr. kjúklingur
Steikið kjúklinginn. Hitið olíuna í potti, setja síðan krydd og grænmeti í og látið krauma. Bæta í rjómaosti, chillisósu og krafti, blandið vel saman og látið malla í nokkrar mínútur. Bæta kókosmjólk og öðrum vökva eftir þörfum. skera kjúklinginn í hæfilega bita og bætið í. Aftur látið malla í smá stund. Ekki er verra að borða súpuna upphitaða.
borið fram með brauði og létthærðum sýrðum rjóma ef vill.
Laugardagur, 17. mars 2007
brokkáli- beikon pasta
Var svöng í hádeginu og langaði í eitthvað gott og skoðaði því vandlega í ísskápinn og gat gert þennan ljómandi góða pastarétt úr því sem þar var til.
Steikti eitt bréf beikon, svissaði lítinn smátt brytjaðan lauk og smá brokkóli á pönnunninn, bætti út í það 1 og 1/2 dl. rjóma 1/2 dollu sveppa léttsmurost og smá gratin ost. Sauð síðan pastaböggla frá ömmubakstri með spínatfyllingu. Blandaði öllu saman og borðaði af bestu lyst með heitu hvítlauksbrauði. Getur varla verið einfaldara og smakkaðist ljómandi vel og á afgang í a.m.k. 2 máltíðir
Sunnudagur, 14. janúar 2007
Sælkeraterta (kökublað gestgjafans 2006)
Botnar
4 eggjahvítur
200 g sykur
1 tsk lyftiduft
2 bollar Rice Crispies
Hitið ofninn á 140 gráður. Þeytið eggjahvíturnar vel. Bæta sykrinum smám saman við þar til eggjahvíturnar eru orðnar stífþeyttar. Blandið lyftidufti og Rice Crispies varlega saman við. Sett í tvö form, 25 cm í þvermál og bakað í 50-60 mínútur.
Krem
4 eggjarauður
60 g flórsykur
100 g Síríus rjómasúkkulaði
50 g smjör
1/2 lítri þeyttur rjómi
Hrærið vel saman eggjarauður og flórsykur. Bræða saman súkkulaði og smjör yfir vatnsbaði og hrærið saman við eggjahræruna. Taka frá nokkrar matskeiðar af kreminu til að skreyta kökuna með en smyrjið hinu yfir annan botninn. Setja síðan rjómann yfir kremið og hinn botninn yfir. Skreytið með kreminu sem geymt var. Má geyma í frysti og taka fram ca. 1-2 klst áður en borið fram. Passa þarf þá að ekkert komi við kremið ofan á.
Sunnudagur, 14. janúar 2007
Súkkulaðibráð í fullri samvinnu (úr kökublaði gestgjafans 2006)
6 dl hveiti
6 dl kornflex
6 dl haframjöl
3 dl kókosmjöl
3 dl púðursykur
1 1/2 tsk salt
1 1/2 tsk matarsódi
300 g smjörlíki
3 egg
3 tsk vanilludropar
Hita ofninn í 180 gráður. Blanda purrefnum saman með sleif. Bæta smjörlíki, eggjum og vanilludropum við og hnoðið vel saman með höndum eða í hrærivél. Gott að geyma deigið yfir nótt í kæli. Látið síðan standa við stofuhita í 1-2 klst. Móta litlar kúlur og þrýsta örlítið ofan á þær. Bakað í 10 mínútur.
Súkkulaðibráð
200 g suðusúkkulaði
vanilludropar (má sleppa)
Bræða súkkulaðið yfir vatnsbaði og bæta vanilludropunum í. (Gott getur verið að bæta nokkrum dropum af olíu í). Dýfið kökunum í súkkulaðið þegar orðnar kaldar. Má gjarnan strá heslihnetuflögum yfir ef vill.