Súkkulaðibráð í fullri samvinnu (úr kökublaði gestgjafans 2006)

6 dl hveiti
6 dl kornflex
6 dl haframjöl
3 dl kókosmjöl
3 dl púðursykur
1 1/2 tsk salt
1 1/2 tsk matarsódi
300 g smjörlíki
3 egg
3 tsk vanilludropar

Hita ofninn í 180 gráður. Blanda purrefnum saman með sleif. Bæta smjörlíki, eggjum og vanilludropum við og hnoðið vel saman með höndum eða í hrærivél. Gott að geyma deigið yfir nótt í kæli. Látið síðan standa við stofuhita í 1-2 klst. Móta litlar kúlur og þrýsta örlítið ofan á þær. Bakað í 10 mínútur.

Súkkulaðibráð
200 g suðusúkkulaði
vanilludropar (má sleppa)
Bræða súkkulaðið yfir vatnsbaði og bæta vanilludropunum í. (Gott getur verið að bæta nokkrum dropum af olíu í). Dýfið kökunum í súkkulaðið þegar orðnar kaldar. Má gjarnan strá heslihnetuflögum yfir ef vill.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband