Sunnudagur, 14. janúar 2007
Sælkeraterta (kökublað gestgjafans 2006)
Botnar
4 eggjahvítur
200 g sykur
1 tsk lyftiduft
2 bollar Rice Crispies
Hitið ofninn á 140 gráður. Þeytið eggjahvíturnar vel. Bæta sykrinum smám saman við þar til eggjahvíturnar eru orðnar stífþeyttar. Blandið lyftidufti og Rice Crispies varlega saman við. Sett í tvö form, 25 cm í þvermál og bakað í 50-60 mínútur.
Krem
4 eggjarauður
60 g flórsykur
100 g Síríus rjómasúkkulaði
50 g smjör
1/2 lítri þeyttur rjómi
Hrærið vel saman eggjarauður og flórsykur. Bræða saman súkkulaði og smjör yfir vatnsbaði og hrærið saman við eggjahræruna. Taka frá nokkrar matskeiðar af kreminu til að skreyta kökuna með en smyrjið hinu yfir annan botninn. Setja síðan rjómann yfir kremið og hinn botninn yfir. Skreytið með kreminu sem geymt var. Má geyma í frysti og taka fram ca. 1-2 klst áður en borið fram. Passa þarf þá að ekkert komi við kremið ofan á.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.