Bragðsterk kjúklingasúpa

Fékk þessa uppskrift hjá henni Völu Dögg systurdóttur minn á Ísafirði, komst svo að því Heiða Pálrún systir hennar átti nánast sömu uppskrift. Þetta er mjög góð súpa og hentar vel þegar verið er að elda fyrir marga, síðan hef ég aðeins breytt henni

5 msk matarolía
2 msk karrý
3 hvítlauksrif söxuð
1 blaðlaukur saxaður
3 paprikur í mismunandi litum, saxaður
200 g rjómaostur má vera meira
1/2 til 1 flaska Heinz chilli sósa (má vera hot)
salt og pipar eftir smekk
2-3 tsk. kjúklinga- og/eða grænmetiskraftur (Oskar)
1 dós kókosmjólk
rjómi - mjólk - vatn eftir smekk og þörfum
600 - 800 gr. kjúklingur

Steikið kjúklinginn. Hitið olíuna í potti, setja síðan krydd og grænmeti í og látið krauma. Bæta í rjómaosti, chillisósu og krafti, blandið vel saman og látið malla í nokkrar mínútur. Bæta kókosmjólk og öðrum vökva eftir þörfum. skera kjúklinginn í hæfilega bita og bætið í. Aftur látið malla í smá stund. Ekki er verra að borða súpuna upphitaða.
borið fram með brauði og létthærðum sýrðum rjóma ef vill.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband