Alvara lífsins

Þá er komið að alvöru lífsins leikurinn við Dani í dag. Tel nú eins og fyrir Frakkaleikinn að við eigum ekki mikla möguleika en eins og allir vita getur allt gerst í handboltanum. Svo nú er að hugsa jákvætt og vona það besta. Hvernig við hugsum hefur nefnilega áhrif fyrir okkur og að hugsa jákvætt um leikinn gerir það að við getum frekar tekið við bæði góðum og slæmum úrslitum. Og munum að hvernig sem fer þá hafa strákarnir okkar gert sitt besta og meira er ekki hægt að ætlast til.

Svo er það nú blessaður Frjálslyndiflokkurinn. Sem ég get nú ekki skilið að geti haldið þessu nafni miðað við þá stefnu sem hefur verið kynnt í innflytjendamálum flokkurinn ætti frekar að heita íhaldsflokkurinn. Til hamingju Margrét að vera búin að segja þig úr þessum karlrembuflokki, óttast bara að þú hafir tekið af skorið of seint þú ert búin að sitja á hliðarlínunni og vera stillt og prúð alltof lengi, konur græða aldrei á því við verðum að sýna sömu ákveðni og frumkvæði og karlar ef við viljum ná árangri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband