Ómar, framtíðarlandið og umhverfismál

Nú upp á síðkastið hefur Ómar Ragnarsson talið sig sjálfskipaðan talsmann íslenskrar náttúru. Af því tilefni hef ég verið að velta því fyrir mér hvort hann sé ekki að vinna fyrir umhverfisvernd á öllu Íslandi. Nú síðast var hann að hvetja til aukinnar bílaumferðar í miðbæ Reykjavíkur og var nú ekki á bætandi það mengunarskí sem liggur yfir borginni á góðviðrisdögum. Einnig man ég ekki betur en þessi sami Ómar hafi farið fremstur í hópi jeppamanna sem keyrði á Hvannadalshnjúk fyrir nokkrum árum og skildu eftir fullt af drasli fyrir utan sjónmengunina af hjólförunum eftir ferðina. Annars er ég alltaf að verða sannfærðari og sannfærðari um að umhverfissinnar í Reykjavík hafi sitthvort viðhorfið til umhverfisverndar eftir því hvort um er að ræða höfuðborgarsvæðið eða landsbyggðina og svo er fólk hissa á þeim viðhorfsmun sem er milli dreifbýlis og þéttbýlis. Ég legg til að umhverfissinnar hvar sem þeir búa á landinu byrji á að skoða sitt nærumhverfi og hvað þeir geti sjálfir gert til að draga úr mengun og umhverfisspjöllum áður en farið er að standa í mótmælum í öðrum sveitarfélögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband