húsbyggjandinn

Tók afdrifaríka ákvörðun í vikunni. Sótti um draumalóðina mína og fékk henni úthlutað. Að vísu er eftir að samþykkja endanlegt deiliskipulag af svæðinu, en tel þó ekki líklegt að því verði breytt hvað varðar þessa lóð. Svo nú á næstunni þarf að taka margar keðjuverkandi ákvarðanir. Fyrst er náttúrulega að setja íbúðina mína á sölu og ná að selja hana. Þetta er nú íbúð á besta stað í bænum svo vonandi tekst það fljótt og vel. Svo þarf að fá lánsloforð hjá íbúðalánasjóði, ákveða hvernig húsið á að vera, finna mér stað að búa á meðan á framkvæmdum stendur (því ég mun losa íbúðina sem fyrst ef ég get selt hana) og huga að öllu mögulegu og ómögulegu sem þessu fylgir. Veit ekki alveg hvað ég er að koma mér út í. Svo er ég að fara í nokkra daga til Koben 24. feb. - 1. mars og svo fer ég til Amsterdam 12. - 15. apríl og fullt af öðrum ferðum sem mig langar í, en verð kannski að fresta um tíma.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

til hamingju með draumalóðina undir framtíðarheimilið þitt  Datt í hug að benda þér á www.trausthus.ws sem einum möguleika varðandi hús undir heimili þitt

Guðmundur H. Bragason, 11.2.2007 kl. 11:57

2 identicon

uu.........selja? Byggja? Ég er svo aldeilis hissa, ekkert fréttir maður nú

Mega nágrannar ekki vera með í ráðum varðandi kaupendur?  Nei, ég bara spyr........

Var á vefvandri og rakst hér inn. Kveðja úr neðra,

Guðný. 

Guðný S. Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband