Súkkulaðiterta og súkkulaðimuffins (fars chokoladekage)

Var með uppáhalds "danina" mína í heimsókn núna í febrúar og á meðan þau voru hér átti einn þeirra hann Matthías 15 ára afmæli svo auðvitað var haldin íslensk afmælisveisla.

Efst á óskalistanum í öllum afmælisveislum hjá þeim er Fars chokoladekage svo ég gerði hana í 2 útfærslum, venjuleg terta og líka muffins.

IMG158 

Hefðbundin súkkulaðikaka 

IMG159 

Muffins 

Sama uppskrift að báðu

 

1 1/2 bolli sykur

100 gr mjúkt smjör eða smjörlíki

2 egg

Hrært vel saman.

 

1/2 bolli sterkt kaffi

1/2 bolli mjólk

1 tsk vanilla

bætt í.

 

1 1/3 bolli hveiti

2 tsk lyftiduft

1/2 tsk natron

1/3 bolli kakó

blandað vel saman og bætt í hrært létt saman.

 

Ef hefðbundin þá sett í 22-24 cm form og bakað í ca. 30 mínútur við 200 °C (180°ef blástur).

Kælt á grind, annað hvort smurt með súkkulaðiganacé sem gert er þannig að 150 gr súkkulaði og  1/2 - 1 dl rjómi hitað saman í potti, kælt aðeins og smurt yfir.

Einnig hagt að skera botninn í sundur og setja súkkulaði smjörkrem (sjá uppskrift neðar) á milli og síðan smurt með  súkkulaðiganacé eða súkkulaðismjörkremi.

 

Muffins  

Þá sama uppskrift en um leið og þurrefnunum er bætt í þá er einnig bætt í 100 - 150 gr súkkulaðidropar.

Sett í muffinsform (fyllt ca. 2/3 og bakað við 200 °C (180 í blástri) í 20 - 30 mínútur.

Dugar í 18 - 24 muffins 

Kælt og síðan annað hvort smurt yfir með súkkulaðiganacé (sjá ofar) eða sett súkkulaðismjörkrem yfir.

 

Súkkulaðismjörkrem:

200 gr mjúkt smjör eða smjörlíki

500 gr. flórsykur

2-4 msk kakó

1 egg

1-2 tsk vanilludropar eða rommdropar

Allt hrært vel saman. 

 

IMG160 

Súkkulaðibita muffins 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband