Pannetoni-brauð

Pannetoni brauð er ættað frá Mílanó á Ítalíu og er mjög algengt hátíðarbrauð þar, bæði til að borða um jól og áramót og ekki síður um páska. Brauðið á að baka í uppmjóu formi, hæfilegt að það sé um 15 - 18 cm á breidd og álíka hátt.

Ég hef komið mér upp þeirri hefð að baka mörg svona brauð fyrir jólin og gefa, þau geymast vel, þó það reyni reyndar sjaldan á það það sem það klárast fljótt bæði hjá mér og öðrum. Ítalska hefðin er að skera það niður eins og tertusneiðar og bera fram með sætu víni eða freyðivíni. Mér finnst hinsvegar best að smyrja sneiðina smávegis og drekka gott kaffi með.

 Um síðustu jól var ein af þeim sem ég gef alltaf svona brauð stödd í Noregi þannig að ég ákvað að gefa henni brauðið núna. 

 Þó þetta virðist flókið við fyrstu sýn er það alls ekki svo, bara að gefa brauðinu góðan tíma til að hefast og á meðan er hægt að gera svo margt annað.

Uppskriftin að mestu fengin úr uppáhaldsuppskriftabókinni minni sem heitir "Joy of Cooking" 

pannetoni1

 

 

 

 

 

 

 

 

Hráefni og aðferð.

1 bolli volgt vatn (35-38 °C)

1 1/2 msk þurrger (ca. 1 bréf)

1 bolli hveiti

pannetoni2

 

 

 

 

 

 

 

 

Hrærið þessu saman í hrærivélarskálinni, þar til hefur samlagast.

pannetoni3

 

 

 

 

 

 

 

 

Setja plast eða viskustykki yfir og látið hefast í u.þ.b. 30 mínútur.

1/2 bolli smjör (verður að vera smjör að mínu mati)

1/2 bolli sykur

pannetoni5

 

 

 

 

 

 

 

 

Hrært vel saman

3 egg

Hrært saman við smjörblönduna, eitt í einu

pannetoni6

 

 

 

 

 

 

 

 

1 tsk salt

2 tsk fínraspaður börkur af sítrónu, bara guli hlutinn.

Hrært saman við smjörblönduna.

Blandið saman við gerblönduna í hrærivélaskálinni.

pannetoni7

 

 

 

 

 

 

 

 

3 1/2 bolli hveiti

Sett út í deiggrunninn og hnoðað með hnoðaranum eða "káinu" í u.þ.b. 5 mínútur.

pannetoni8

 

 

 

 

 

 

 

 

100 gr. rúsínur

50 gr. saxaðar heslihnetur eða möndlur

50 gr. Súkkat

Hnoðað saman við.

Hylja skálina með viskustykki og látið hefast í u.þ.b. 2 klukkustundir eða hefur tvöfldast að stærð.

pannetoni9


 

 

 

 

 

 

 

Setja örk af bökunarpappír inn í 2 hæfileg form og smyrja með bræddu smjöri. Skipta deiginu varlega í 2 hluta og setja í sitthvort formið.

pannetoni10

 

 

 

 

 

 

 

 

Setja viskurstykki yfir og látið hefast í u.þ.b. 30 mínútur, smyrja þá með bæddu smjöri og setja í 200 gráðu heitan ofn og baka í u.þ.b. 30 mínútur.

Ef eigið ekki nógu háan form, þá er hægt að setja "maskínu"pappír inn í forminn sem nær hæfilega upp fyrir barmana, síðan er bökunarpappír settur innan í þannig að hylji "maskínu"pappírinn. 

pannetoni11

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband