30.4.2012 | 21:15
Grænmetisbaka
Eitt það besta sem ég borða er heimagerð grænmetisbaka. Kjörin til að hreinsa upp afganga í skápnum og hægt að setja nánast hvað sem er í. Svona finnst mér hún best.
Botn:
250 gr hveiti
150 gr kalt smjör í litlum teninum
1/2 tsk salt
Sett í matvinnsluvél og "púlsað" saman í matvinnsluvél.
1 eggjarauða
2-4 msk vatn
bætt í.
Sett á borð, hnoðað snöggt saman, setja plast utan um og geyma í ísskáp í a.m.k. 1 klukkustund, má vera allt að 1 sólarhring.
Þá flatt út og sett í bökuform. Blindbakað (setja bökunarpappír yfir og fylla með baunum eða hrísgrjónum) við 200°C í 15-20 mínútur. Þá er pappír og baunir/grjón tekið af og bakað í ca. 10 mínútur í viðbót.
Fylling:
8-10 sveppir
1/3 - 1/2 púrrulaukur
1/2 blómkálshaus
1/2 poki spínat
1 tsk grænmetiskraftur (óskar)
olía/smjör
3 egg
3 dl rjómi eða rjómi/mjólk til helminga
100 gr rifinn ostur
smá salt og svartur pipar ef vill
Saxa grænmetið, hita smjör/olíu á pönnu, steikja fyrst sveppina á pönnu, bæta síðan hinu grænmetinu í og grænmetiskraftinum.
Setja í bökuna.
Hræra saman egg og rjóma, bæta ostinum í og krydda ef vill.
Hella yfir grænmetið.
Baka við 200°C í 30 mínútur eða þar til hæfilega bökuð.
Borið fram með fersku salati eða ein og sér.
Gott bæði heitt og kalt.
Má frysta þegar tilbúið og hita upp í bakaraofni.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.