Kornflex kjúklingur

IMG_7746

 

 

 

 

 

 

 

 

Kannski ekki alveg meinhollt en samt ekki óhollt.

 

Uppskrift fyrir 4.  

3 kjúklingabringur

2 bollar súrmjólk

2-3 tsk dijon sinnep

1-2 tsk kjúklingakrydd

5-6 bollar kornflex

Byrja að skera kjúklinginn í hæfilega bita svona 2-3 munnbita, blanda saman súrmjólk, sinnep og krydd. Setja kjúklinginn í og blanda vel saman, hylja skálina og geyma í ísskáp í 2-24 klst.

Mylja kornflexið mjög fínt, velta kjúklingabitunum upp úr kornflexinu og raða í eldfast mót eða ofnskúffu. Baka í ofni við 200°C í u.þ.b. 30 mínútur.

Meðlætið núna var blandað salat úr garðinum með fetaost og/eða dressingu að vild.

Pönnusteiktar kartöflur sem voru gerðar þannig að kartöflur eru sneiddar í mjög þunnar sneiðar og steiktar í blöndu af ólífuolíu og smjöri og kryddaðar með maldonsalti, svörtum pipar og paprikukryddi.

Einnig gerði ég að þessu sinni piparostasósu sem er mjög einföld, 1/2 piparostur brytjaður smátt og sttur í pott með 1 dl. vatni og msk. af kjúklingakrafti frá "Oscar", þegar uppleyst er 1 dl rjómi/matreiðslurjómi bætt í og hitað vel.

 

IMG_7749

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Namm hvað ég hefði verið til í að vera í mat !

Vala Dögg (IP-tala skráð) 9.9.2012 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband