20.9.2012 | 19:44
Gulrótasúpa
Er alveg ákveðin í að prufa eitthvað nýtt í matinn í hverri viku nú á næstunni. Þar sem ég átti fullt af gulrótum og fimmtudagar eru súpu-/grautardagar hjá mér þá ákvað ég að gera gulrótasúpu. Uppskriftin er byggð á nokkrum sem ég "gúgglaði" og er einhvern vegin svona, þessi skammtur ætti að duga fyrir 2.
1 lítill laukur og 1 hvítlauksrif saxað smátt og látið malla í olíu í potti í ca. 5 mínútur, þar til glært. Þá er bætt í þetta 8-10 rifnar gulrætur, 1 msk smátt saxað engifer, 1 1/2 tsk karrý og 1 tsk chilliduft og látið malla smá stund. Strá 2 kúfuðum matskeiðum hveiti yfir og hræra saman við, bæta í ca. 800 ml kjúklingasoð og 1 lítil dós kókosmjólk, sjóða við vægan hita í 15 mínútur. Blanda vel saman með töfrasprota eða í mixara, setja 1-2 tsk límónusafa, hita aftur og bera fram. Gott að setja eins og msk. af sýrðum rjóma og smávegis af saxaðri steinselju á diskinn þegar borið fram. Borið fram með góðu brauði.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.