Home again

Kom heim í gæ frá Kaupmannahöfn. Er ekki alveg að ná þessu afhverju fólk býr á þessum klaka. Mér fannst nú ekkert sérstakt veður í Koben 10-15 gráður og rigning flesta daga, en guð minn góður þar var alveg dásemdar veður miðað við veðurfarið hér. Maður gæti haldið að það væri nóvember en ekki maí, en það getur víst bara skánað úr þessu. Skodinn stóð sig eins og hetja í hríðinni og hálkunni á leiðinni norður þrátt fyrir að vera á sumardekkjum, ef hann ætlaði að renna til þá tók skriðvörnin (eða eitthvað) við. Annars voru þetta frábærir dagar í Koben, og þökk sé því hvað ég hef misst mikið af kílóum var það ekkert mál að fara upp á fimmtu hæð tæpar 80 tröppur. Nú er víst orðið tímabært að fara hugsa um pólitíkina og munið að þetta er einfalt á laugardaginn bara a merkja x við B.

kveðja Bjarnveig X-B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband