17.3.2007 | 14:00
Gott að búa í Dalvíkurbyggð
Hef ekki verið að standa mig í blogginu (sem er nú ekkert nýtt). Get þó ekki sagt að lítið hafi verið um að vera en það er þetta að gefa sér tíma í bloggskrifin.
Í lok febrúar skrapp ég í 6 daga til Kaupmannahafnar og hafði þat gott í faðmi fjölskyldunnar þar, takk fyrir að leyfa mér alltaf að gista Þóra, Össi og börn. Náði m.a. að vera í afmælinu hans Matthíasar og fara á skemmtun á Klúbbnum hjá Ingva og Matthíasi, svo var náttúrulega farið í búðir og gengið mikið og farið á kaffihús eins og vera ber.
Kom heim mátulega til að fara á flokksþing Framsóknar, fyrsta skipti sem ég er á fullburða flokksþingi hjá þeim og var það mjög ánægjulegt í alla staði og var endað á skemmtun á laugardagskvöldinu sem tókst alveg frábærlega.
Síðasta vikan hefur verið venju fremur ánægjuleg, byrjaði á laugardag að fara í spa og matarklúbb með góðum vinkonum á Akureyri, mikið borðað, talað og hlegið, TAKK stelpur. Á þriðjudag var ég viðstödd þegar börnin á Krílakoti tóku fyrstu skóflustunguna að viðbyggingu við leikskólann sinn og loksins fer að koma að því að leikskólinn verði fullbyggður, á miðvikudagskvöld var saumaklúbbur á Akureyri og eins og vanalega frábært að hitta hjúkkurnar sem útskrifuðust með mér og eru á Akureyri. Á fimmtudaginn var aukafundur í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar þar sem við samþykktum fyrir okkar leyti aðkomuna að menningarhúsinu sem Sparisjóðurinn ætlar að gefa okkur íbúum Dalvíkurbyggðar að því loknu fórum við í skoðunarferð á vegum veitnanna þar sem nýja holan á Brimnesborgum og dælustöð fráveitunnar var formlega gangsettar sem og fyrirhugaðar framkvæmdir á vegum veitnanna voru kynntar. Þessari stórhuga viku lauk síðan á föstudagskvöldið með því að ég fór og var viðstödd undirritun samnings milli Sparisjóðs Svarfdæla og Dalvíkurbyggðar um menningarhús, einnig voru veittir styrkir úr menningarsjóð Sparisjóðsins samtals að upphæð tæpar 5 milljónir. Greinilega besta fólkið á landinu sem stendur að Sparisjóðnum og ef aðrar fjármálastofnanir stæðu sig sambærilega væri hér á Íslandi öflugast mannlíf í heimi.
Dagurinn í dag fer í tiltekt og ætli ég verði ekki að gera skattskýrsluna á morgun illu er best aflokið í því eins og svo mörgu öðru.
Af húsbyggingunni er ekkert að frétta enda ekkert að frétta af sölumálum á íbúðinni og svo er nú ekki enn búið að staðfesta deiliskipulagið þar sem lóðin "mín" er.
Næstu helgi verð ég fyrir sunnan, fundur á föstudag vera með frænkum mínum á laugardag og sunnudag og síðan heimsókn til læknis á mánudag. Aprílmánuður er síðan þéttskipaður af fundum, utanlandsferð og suðurferðum.
Kveðja frá besta bæ landsins
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.