18.3.2007 | 14:28
Illu er best aflokið
Ja þetta segir máltækið allavegana. Var að klára skattskýrsluna, á að vísu eftir að senda hana á skattinn, því mig langaði að sjá bráðabirgðaútreikninginn áður og ég gat ekki fengið hann fram í tölvunni minni, reyni það á morgun í vinnunni. Fæ alltaf létt þunglyndiskast þegar ég geri skattskýrsluna og sé tekjurnar en er ekki alveg með það á hreinu í hvað allir þessir peningar hafa farið. Er þó fljót að jafna mig og fór og pantaði bækur á amazon og silkinærföt (útivistar) frá kanadísku fyrirtæki. Búin að vera þvílíkt dugleg um helgina, því fyrir utan skattskýrsluna, þá tók ég allt húsið í gegn, þvoði, þurrkaði og gekk frá 4 þvottavélum, bakaði eldaði og ýmislegt smálegt. Hef þó mest legið í leti í dag, hangið á netinu, en letidagar eru algjör nauðsyn öðru hvoru. Veðrið í dag líka kjörið í þetta því það er hríðarhraglandi úti en þó ekki nein illska hér á Dalvíkinni. Markiðið að fara í ræktina í fyrramálið svo ég geti sagt að ég sé að reyna mitt besta í því, enda endurkoma á Kristnes á morgun og á Lansanum á mánudag eftir viku. Hef ekkert lést síðustu vikurnar, verð kannski bara að sætta mig við þessi 80 kíló sem eru farin, vildi þó gjarnan missa 15 - 20 kíló í viðbót.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Spurning um að fara telja utanlandsferðirnar mín kæra.
Ég gerði það allavegana.
Kveðja Hófý Skúlad (sem er að hugsa um að fara að panta 1-2 ferðir í sumar/haust)
Hófý Skúlad (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.