1.4.2007 | 11:49
Árið er liðið
Það var fyrir akkúrat ári að ég sá frétt í mogganum um bloggsíur tengda morgunblaðinu, var nú ekki viss hvort þetta væri aprílgabb eða hvað en ákvað allavegana að prufa að skrá mig fyrir síðu, finnst svo flott að vera með síðu á mínu nafni og var og er enn svekkt yfir að ná ekki netfangi á skírnarnafninu mínu, en hvað kom í ljós, jú þetta var sannleikur ég náði síðu með mínu skírnarnafni en hvað svo. Ekki hef ég nú beint verið dugleg í þessum bloggbransa en blogga þó alltaf öðru hvoru, á þó enn eftir að ná tökum á lúkkinu og að setja inn myndir er nú ekki beint dugleg í myndartökunum, segi stundum að ef ég muni ekki myndefnið sé það ekki þess virði að eiga mynd af því. Ætla alltaf öðruhvoru að taka mig á og vera duglegri í þessu en er hætt að lofa nokkru, svík þá ekkert.
En að málefnum líðandi stundar, niðurstaða komin í kosningarnar í Hafnarfirði og þeir sem vilja kyrrstöðu og afturhald í atvinnumálum höfðu betur, það gæti þó komið sér vel hér á norðurlandi, kannski aukast þá möguleikar Húsvíkinga á að fá álver eða annan stóratvinnuvinnustað í héraðið. Þau þar ættu að hafa allt með sér, næga orku, hentugt landsvæði, stutt í alla stoðþjónustu og eru tilbúin með mótvægisaðgerðir í formi gróðursetningar. Áfram Húsavík, í þessu sambandi vakti athygli mína að á fund um álver á Bakka þorði enginn af efstu frambjóðendum VG að mæta og standa fyrir máli sínu vissu líklega sem var að það yrði ekki til að halda í atkvæðin í kjördæminu.
Hér á Dalvík er búin að vera þvílíka bongóblíðan um helgina, hitinn um miðjan daginn í gær fór í 20° C á óopinberum hitamæli, hugsanlega var raunhitinn eitthvað lægri og í dag virðist allt stefna í ljómandi gott veður hiti, sól með köflum og rigningarsuddi með köflum. Farin að klæja í fingurnar að fara í vorverkin en þori þó eiginlega ekki að storka orlögunum með því strax, ef viðrar svona vel áfram stefnir þó allt í það að ég byrji á vorvekunum um páska.
Annars er alltaf nóg að gera (sem betur fer) stefnir þó í frekar rólegt ástand í fundamálum á næstunni vegna fjölda frídaga, svo er Amsterdamferð 12-15. apríl og aftur suðurferð 25. apríl - 1. maí. Svo þarf ég að fara að drífa mig í að henda og gefa úr geymslunni, svo það verði fljótlegra að losa íbúðina þegar og ef ég get selt, því ég er tilbúina að losa íbúðina nánast um leið ef ég get selt.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.