Páskafrí

Loksins komin í páskafrí eða þannig, er reyndar á bakvakt þar til í fyrramálið og svo aftur á laugardag til mánudags, gæti reyndar breyst vegna veikinda hjá þeirri sem átti að taka við bakvaktinni í dag. Búið að vera alveg geggjað að gera í vinnunni undanfarið, hef bara aldrei kynnst öðru eins heilsuleysi og verið hefur hér undanfarið bæði hjá íbúum og starfsfólki. Reyni þó að vera bara 8-9 klst. á dag í vinnunni en síðan hef ég þurft að sinna ýmsu vinnutengdu heima í allt að 4 klst. á dag, svo ég er nú að verða ansi þreytt á þessu ástandi. Sem betur fer er ég með frábært samstarfsfólk sem hafa staðið sig eins og hetjur í öllu þessu álagi, en því miður nær maður bara að gera það allra nauðsynlegasta á hverjum degi og ýtir öllu hinu á undan sér og vonar að ástandið fari svo að skána einhvetímann og þá verði tími til að vinna upp halann sem safnast. Ekki enn búin að manna sumarið og hefur þetta aldrei gengið svona illa að koma þessu heim og saman, enda aldrei tími til að sinna þessu almennilega en vonast til að ná að koma þessu heim og saman á morgun eða í síðast lagi á laugardag. Svo verð ég í fríi alla næstu viku og ekki skipulögð mæting í vinnuna fyrr en 16. apríl. Stefni á Reykjavík á annan í páskum og svo er það Amsterdam 12. apríl. Sem betur fer hefur verið pása í pólitíkinni síðustu daga, þó einn stuttur fundur í dag enda veit ég ekki hvernig það hefði líka átt að komast fyrir.

Gleðilega páska


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Þetta lagast og þú ferð létt með þetta eins og alltaf.

Júlíus Garðar Júlíusson, 6.4.2007 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband