gleðilega þjóðhátðíð

Jæja þá er kominn enn einn þjóðhátíðardagurinn. Hér er búið að rigna frá hádegi en hitastigið þó skaplegt eða yfir 10 stigum. Búið að vera nóg að gera hjá mér undanfarið. Eftir að loks tókst að koma saman meirihluta á fimmtudaginn fyrir viku, fór ég í frábæra óvissuferð með ferða- og matarklúbbnum mínum í Skagafjörð. Vikan sem er að líða hefur síðan farið í fundi en í vikunni var bæði bæjarstjórnarfundur og bæjarráðsfundur og ég með fundarstjórn á þeim báðum svo ég hef lært heilmikið í fundarsköpum sérstaklega fyrir bæjarstjórnarfundinn en þetta gekk nú samt allt bara vel, svo voru athafnir sem ég þurfti að mæta á og smáfundir til að undirbúa framhaldið. Alltaf eitthvð nýtt að lærast en ég segji nú alltaf að það er ekkert svo erfitt að maður geti ekki lært það ef maður leggur sig fram um það. Nú eru eftir 3 vikur í seinni hluta sumarfrísins og þá koma Ingvi og Matthías til mín og verða í ca. 4 vikur. Í fríinu ætla ég allavegana til Ísafjarðar yfir eina helgi en annað er ekki planað.

Enn og aftur gleðilega þjóðhátíð

Bjarnveig


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband