22.4.2007 | 11:05
Gleðilegt sumar
Samkvæmt dagatalinu er sumarið komið og hef ég sterklega á tilfinningunni að það sé rétt handan við hornið og það verði milt og gott er þó ekki alveg viss um hversu sólríkt það verður. Umsíðustu helgi dvaldi ég með 7 frábærum hjúkrunarfræðingum í Amsterdam, veðrið dásamlegt, félagsskapurinn ógleymanlegur, mikið drukkið af bjór (líka ég sem drekk ekki bjór að öllu jöfnu), borðaður góður matur, mikið talað, hlegið, en kannski ekki svo mikið skoðað, bara rölt á milli bjórkránna í rólegheitunum, til marks um það var ég sú eina sem fór á safn og er ég nú ekki sú safnaglaðasta í heiminum, tiltölulega litlum tíma varið í verslanir ekki nema 1-2 tími á dag, gat þó verslað annsi mikið á stuttum tíma enda orðin vel þjálfuð í þeim bransa semsagt í alla staði frábær ferð sem verður vonandi endurtekin að ári, þó svo hún verði til einhverrar annarrar borgar. Verð áfram á faraldsfæti, næst er það hjúkrunarforstjórafundur á Selfossi á fimmtudag og föstudag, ætli ég fari svo ekki í Biskupstungurnar eftir það, trúi ekki öðru en að blessað barnið verði fætt hjá Heiðu og Axel. Síðan stefnir allt í suðurferð 4-8 maí, Fulltrúaþing FÍH 7 og 8 maí. Svo er það útskrift hjá Völu og Trausta í lok maí og þá verður barnið hjá Heiðu og Axel líka skírt svo hægt verði fyrir norðanfólkið að samnýta ferðina. Allt að fara í betri farveg í vinnunni, veikindin heldur í rénun og búin að ráða sumarafleysingafólkið, allt að komast í góðan gír þar og vonandi fer maður að sjá fram á daga þar sem hægt er að gera fleira en það allra nauðsynlegasta.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.