Skrítin tík pólitíkin

Mér sem forföllnum áhugamanni um pólitík finnst pólitíkin alltaf verða undarlegri og undarlegri og ekki skrítið þó stór hluti þjóðarinnar viti ekkert hvað hann á að kjósa. Vil ég nefna tvo mál sem vöktu athygli mína þegar ég var að lesa moggann í morgun. Fyrst las ég grein eftir Björk Vilhelmsdóttur um "þvingaða sambúð" á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Ekki ætla ég að mæla því bót að óskyldir og ótengdir aðilar þurfi að deila herbergi í ellinni. En er ekki meira forgangsmál að tryggja öllum örugga þjónustu. Reyndar héld ég að víðast sé nóg framboð af rýmum en breyta þarf dvalarrýmum í hjúkrunarrými og auka framboð á heimahjúkrun og heimilishjálp sem og dagvistun og skammtímavistun svo sem flestir sem það kjósa geti dvalið heima eins lengi og kostur er. Hitt málið var um "hraðbrautirnar" út frá Reykjavík, ástæða alltof margra slysa á vegunum er sjaldnast vegirnir heldur ökuhraðinn og aksturslagið, það er sama hversu breiðir vegirnir eru það breytir engu um ábyrgð ökumanna. Afþví að mikil umræða hefur veruð um veginn austur fyrir fjall undanfarið þá vakti það athygli mína í síðustu viku þegar ég fór tvisvar sinnum til Selfoss og aftur til baka til Reykjavíkur að mér fannst núverandi vegur vel anna þeirri umferð sem var og var ég nú bæði á ferðinni á annatíma og rólegum tíma og veður ýmist gott og rok og rigning, þannig að mér sem engum sérstökum sérfræðingi í umferðamálum fannst að með því að gera 2+1 veg alla leið á Selfoss og jafnvel lengra væru öryggismál á þessari leið í góðum málum. Í vegagerð eins og öðru er mikilvægt að fara vel með það takmarkaða fé sem í boði er og að tryggja öruggar samgöngur um ALLT LAND finnst mér mikilvægara en gæluverkefni í fjölmenninu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband