1.8.2006 | 18:58
Á ferð og flugi
Fór til Ísafjarðar um helgina með 3 börn í farteskinu plúss fellihýsi, síðan voru Vala og Anja einnig með í för og Heiða og kærasti og sonur hans komu einnig þangað. Ótrúlega lítið mál að ferðast með fellihýsi og að tjalda því og fella. Og þvílíkur lúksus að sofa í fínum rúmum ró maður sé í útilegu. Fór á miðvikudag, gistum eina nótt á Hólmavík vorum síðan á Ísafirði fimmtudag til sunnudags. Skoðuðum okkur um í nágrenninu og höfðum það notalegt. Þetta var bara alltof stutt ferð og stefni á að fara aftur næsta sumar og vera í fleiri daga. Fór m.a. að skoða fossinn Dynjanja sem er eitt það fegursta á Íslandi, gekk upp að fossinum eins og ekkert væri og aldrei að vita nema Elísabet geti farið að draga mig í léttar gönguferðir hvað úr hverju. Á mánudag fór ég á Húsavík að skoða sorpbrensluna og síðan var að byrja að vinna í morgun. Á fimmtudagskvöld er síðan stefnan tekin á Koben, krossa fingur og vonast eftir sól og blíðu þar yfir helgina. Blogga meira eftir þá ferð. Og svona í lokin held áfram að léttast þó hægt hafi á því, nú búin að missa yfir 75 kg. sýnist mér, ekki mælt á sömu vigt og venjulega.
Kv. Bjarnveig
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.