komin frá Koben

Var að koma heim og mátti til með að blogga smávegis, sérstaklega til að upplýsa ferðafélaga haustsins.

Brá mér semsagt til Koben á fimmtudag, vann til 4 um daginn og steikti síðan kleinur til að færa dönsku fjölskyldunni og svo var bara að drífa sig í flugið og gekk þetta allt smurt og vorum ég og strákarnir komin í koju upp úr kl. 4 um nóttina. morgunin eftir var svo náttúrulega skroppið í HogM á strikinu en aðrar búðir látnar vera. Fór svo í bíó um kvöldið með strákana á Deads mans chest. fínasta mynd og Johnny Depp stendur náttúrulega alltaf fyrir sínu, er líklega sá flottast sem ég veit um. Vakti lengi frameftir við Viskídrykkju og spjall og var því enn þreytt á laugardag en þá drifum við okkur á Stillinge Strand og morruðum þar í sólbaði, afslappelsi og smá skreppi í sjónum og komum ekki í bæinn aftur fyrr en á mánudagskvöld, í morgun ætlaði ég síðan rétt að skreppa í eina búð en kom hlaðin pokum heim, svo ég þurfti aukatösku heim og mikið var gott að koma heim þó það væri nú ansi kalt.

Svona fyrir væntanlega ferðafélaga í haust, þá sínist mér hótelið vera alveg ásættanlegt, labbaði um alla ganga í von um að sjá inn í herbergi og tókst það loksins og þetta virðist alveg í lagi fyrir okkur.

Vonast til að sjá sem flesta á fiskidaginn og þeir sem mig þekkja og vilja eru velkomnir í kaffi, bara að hringja fyrst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband