5.4.2006 | 12:13
fréttir af framboðsmálum
Góðan daginn allan daginn.
Aldeilis nýjar fréttir á ferðinni hjá mér. Á fundi í gær var ákveðið að ég skipa fyrsta sætið á lista framsókanmanna í Dalvíkurbyggð. Get nú ekki sagt að ég hafi verið að stefna að þessu en þegar ákvörðunin hafði verið tekin þá var ég nú bara ánægð með hana. Nú þarf aldeilis að bretta upp ermarnar og gera sitt besta til að tryggja Framsóknarflokknum sem besta útkomu í kosningunum í vor, verst að félagar í sammálaklúbbnum eruð ekki með lögheimili hér því ég efast ekki eina mínútu um að þið mynduð kjósa mig. En vonandi er nægur stuðningur í Dalvíkurbyggð til að við fáum góða útkomu.
Hef nú ekkert merkilegra að segja í bili.
kv. Bjanveig
Athugasemdir
Til hamingju með nýju síðuna þína, það er mesti munur að eiga svona útaf fyrir sig. Jahá, og bara komin á kaf í póitíkina ég hef svo sem alltaf vitað að þú værir góð þar, allavega vantar ekki skoðanirnar. Þú færð örugglega góðan stuðning ég myndi kjósa þig ef ég væri í þessari byggð og er þá mikið sagt ef ég kýs Framsókn..........Kv EG
Elísabet (IP-tala skráð) 5.4.2006 kl. 18:24
Já ég myndi sko ekki hugsa mig tvisvar um, ég myndi sko líka reyna að dulbúast svo ég gæti kosið oftar en einusinni. Flott hjá þér Bjarnveig, þeir verða sko ekki sviknir sem styðja þig.
Kv Sigún
sigrún (IP-tala skráð) 7.4.2006 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.