1.9.2006 | 18:03
Ekki alveg að standa mig
Er nú engan vegin að standa mig í að blogga en get varla nema bætt mig úr þessu. Búið að vera frekar mikið að gera síðasta mánuðinn og svo átti ég nú afmæli á þriðjudaginn varð 37 ára (lesist 44 ára) en mér hefur nú alltaf fundist að tími og aldur sé afstæður. Var með morgunkaffi í vinnunni og svo bauð ég ferða- og matarklúbbnum í súpu og köku í gærkvöldi. Ég af öllum gerði fiskisúpu en Hulda bauð upp á svo frábæra súpu á fiskisúpukvöldinu að ég mátti til með að gera slíka súpu og mér fiskhataranum mikla finnst þetta alveg frábær súpa, svo kannski fer ég að borða súpu oftar, hver veit.
Frí í dag, þurfti að vísu að skreppa á einn stuttan fund á Akureyri um hádegisbil, en annars verið í algjörri afslöppun verð vonandi duglegri á morgun og hinn.
Kv. Bjarnveig
Athugasemdir
Loksins !!
Spurning um að standa sig betur í þessum skrifum sko !!
Maður verður að hafa eitthvað að lesa á veraldarvefnum:)
Knús
Vala Dögg (IP-tala skráð) 2.9.2006 kl. 23:02
Þetta var frábær súpa hjá þér Bjarnveig og ég tek undir þú ættir að hafa súpu oftar, nú og kakan ekki var hún neitt slor,umm.........
Meir snillingurinn hún Vala, hvernig setur hún mynd inn?
Kv. EG
Elísabet (IP-tala skráð) 8.9.2006 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.