Kaupa - versla - shoppa

Er stödd í Reykjavík og missti mig aðeins í búðunum, verð líklega að selja bílinn eða íbúðina þegar ég kem heim. Ákvað samt til að skemma ekki ferðina að leggja ekki saman VISA nóturnar fyrr en ég kem heim, enda eins og ég segi alltaf peningum má alltaf rédda. Annars búin að vera fín helgi, kom suður á fimmtudagskvöld og fór í búðir á föstudaginn og smá á laugardaginn, við Vala og Anja fórum síðan austur í biskupstungur á laugardag til að heimsækja Heiðu og Axel og gistum þar um nóttina fórum síðan heim með fyrra fallinu í morgun og fór ég á vel sóttan Alzheimerfund í dag þar sem voru fróðleg erindi. Er svo að passa Önju litlu núna því Vala og Trausti fóru í Bíó.

Af mér er annars það að frétta að dagskráin er stíf en skemmtileg flesta daga og mikið um fundi. flestar vikur fundir mánudaga til fimmtudaga og suma dagana tveir fundir. Svo er náttúrulega líka vinnan og yfirleitt nóg að gera þar. Er ekki enn búin að koma ræktinni inn í prógrammið en byrja vonandi aftur þar næstu dag. Hef ekki verið að léttast mikið síðustu vikurnar en héld samt áfram að grennast og lagast í laginu. Var farin að finna fyrir smá vaxandi slappleika frá því um 10. ágúst, svo ég dreif mig í blóðprufu sem sýndi lækkun á B12. Svo nú er ég farin að sprauta mig með B12 á 2-3 mánaða fresti og það ver segin saga að um leið og ég var búin að gefa mér fyrstu sprautuna var ég orðin hressari svo nú er ég aftur orðin full af orku.

Meira síðar. Bjarnveig


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hhmm..ég hélt á samtali okkar á leið til Heiðu og Axels að Reykholt væri bara alls ekkert í Biskupstungum. Reyndar vildir þú halda því framm að Biskupstungur væru bara langt frá ???

Vala Dögg (IP-tala skráð) 19.9.2006 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband