Ekki missa móðinn

Augljóst að margir eru farnir að finna fyrir þunglyndiseinkennum eftir atburði undanfarna daga í fjármálum íslendinga. Nú ríður því á að halda ró sinni og vinna saman að lausnum og þá þurfa allir að geta verið sæmilega sáttir við lausnirnar. Held að þau sem eru að vinna að þessu á opinberum vettvangi séu ekki öfundsverð að verki sínu en nú þarf að horfa til framtíðar en ekki velta sér upp úr því liðna. Þau mistök sem hafa verið gerð er ekki endilega hægt að leiðrétta en auðvitað er nauðsynlegt at læra af reynslunni og kryfja málin til mergjar þegar um hægist. Og munum að allt sem fer niður fer aftur upp það er bara spurning um tíma og auðvitað fara ekki allir sem fara vel út úr niðursveiflunni.
Horfum bjartsýn fram á veginn og stöndum saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband