10.12.2008 | 22:23
Jólatónleikar
Var að koma úr Dalvíkurkirkju. Þar voru dásamlegir jólatónleikar. 4 kórar, kvartett og einsöngur.
Þau Anna Baldvina og Freyr Antons fengu þá hugmynd og framkvæmdu að leiða saman meirihluta söngfólks í byggðalaginu og koma okkur í réttu jólastemminguna. Þarna komu fram kós Dalvíkurkirkju, Mímiskórinn (kór aldraðra), Samkór Svarfdæla, Karlakór Dalvíkur, Matti Matt og kvartett skipaður þeim Kristjönu og Kristjáni á Tjörn, sem og þeim Helgu Bryndísi og Magna. Í lokin var samsöngur allra kóranna og áheyrenda. Alveg hreint frábær skemmtun og allir gáfu vinnu sína þannig að hægt var að hafa frítt inn.
Það eru sannarlega forréttindi að búa í sveitarfélagi svo ríku af listafólki
Þau Anna Baldvina og Freyr Antons fengu þá hugmynd og framkvæmdu að leiða saman meirihluta söngfólks í byggðalaginu og koma okkur í réttu jólastemminguna. Þarna komu fram kós Dalvíkurkirkju, Mímiskórinn (kór aldraðra), Samkór Svarfdæla, Karlakór Dalvíkur, Matti Matt og kvartett skipaður þeim Kristjönu og Kristjáni á Tjörn, sem og þeim Helgu Bryndísi og Magna. Í lokin var samsöngur allra kóranna og áheyrenda. Alveg hreint frábær skemmtun og allir gáfu vinnu sína þannig að hægt var að hafa frítt inn.
Það eru sannarlega forréttindi að búa í sveitarfélagi svo ríku af listafólki
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.