komin heim

Var í höfuborginni um helgina, mátti til með að skreppa og heimsækja Önju Kareni og Ingu Birnu. Kíkti auðvitað líka aðeins í búðir og fór svo í bíó og sá Little miss sunshine mjög sæt og skemmtileg mynd. Tókst að verða veik á sunnudaginn og treysti mér því ekki til að keyra heim fyrr en á mánudag og komst þá heim við illan leik því handboltaleikurinn Ísland - Frakkland var akkúrat í gangi í Húnavatnssýslu og Skagafirði og var ég á stundum svo spennt að lá við útafakstri. Annars héldu vinnufélagarnir að ég hefði lagst í rúmið vegna úrslita í prófkjöri Framsóknar á suðurlandi. En ég var nú bara frekar sátt við þau úrslit svo ekki komu þau mér í rúmið. nú þarf ég að fara að herða mig í að mæta í ræktina búin að kaupa kort og mæta þrisvar sinnum en betur má ef duga skal. Tíminn sem hentar best er á morgnana kl. 6.15 en þar sem ég er nú ekki sú morgunhressasta þá finn ég iðulega afsökun fyrir því að drífa mig af stað en hef þó alla trú á að þetta fari að ganga með hækkandi sól og aukinni birtu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ, vissi að þú varst að blogga og leitaði það uppi

Sammála um prófkjörið á suðurlandi - ég held að Guðni hætti bara þegar hann vill það sjálfur.  Hann er þessi mjúka mynd á Framsókn og passlega vinstri sinnaður og bændavænn fyrir minn smekk.  Annars sé ég svolítið á eftir Hjálmari en Bjarni Harðar er flottur tappi.

Ég held þú ættir bara að skella þér í ræktina á morgnana, vertu velkomin í hópinn.  Það hafa óvenju margir verið að mæta kl. 06:15 eftir áramótin - spurning hvað það endist samt lengi - þetta á alls ekki við alla.  En þetta er besti tíminn fyrir mig.  Ég hef endalausar afsakanir seinni partana á að gera eitthvað allt annað en fara í ræktina.

Kv., Kata Sig.

Katrín Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband