handbolti, handbolti

veit ekki hvort ég hafi taugar í að horfa á leikinn á morgun. Kom keyrandi úr Reykjavík á mánudagskvöld og var að hlusta á leikinn og þrátt fyrir gífurlega yfirburði íslendinga var ég svo spennt að ég keyrði nánast út af mörgum sinnum. Svo voru leikirnir í gær og fyrradag sem fóru bæði vel og illa og ég var næstum farin yrfir um af spenning. Er þó frekar bjartsýn fyrir morgundaginn og trúi því að "strákarnir okkar" vinni leikinn. En það er nú svo skrítið eð þetta landslið og hefur reyndar verið undanfarin ár að frammistaða liðsins virðist algjörlega byggjast á hvernig Ólafur Stefánsson er stemmdur ef hann er vel stemmdur og leikur sæmilega vel eða vel þá standa hinir sig vel en ef hann er illa stemmdur þá leika hinir illa. Nú er ég alls ekki að meina að slæmt gengi liðsins sé á nokkurn hátt honum að kenna heldur að hinir í liðinu virðast ekki geta leikið af fullri getu nema hann sé í stuði. en sem sagt gott gengi á morgun ekki spurning

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Við vinnum í dag

Júlíus Garðar Júlíusson, 27.1.2007 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband