Lime muffins

IMG128

 

 

 

 

 

 

 

 

Er að prufa mig áfram í að búa til uppskriftir og mun setja sumar hér inn. Á sunnudaginn bjó ég til Limemuffins. Tek fram að Limebragðið var mjög ríkjandi, þannig að þeir sem vilja hafa það í hófi minnka magnið af Limesafa og berki um helming.

 3 egg og 1 bolli af sykri þeytt vel saman

Í það síðan bætt 3 bollar hveiti, 1 1/2 tsk lyftiduft, 100 g brætt smjör/smjörlíki, 1 1/2 dl súrmjólk, safi og rifinn börkur af 2 lime.

Öllu blandað vel saman.

Ef vill setja 35 gr saxaðar heslihnetur og/eða 100 gr súkkulaðidropar. Muffinsform hálffyllt og bakað við 200°C í 20-30 mínútur.

Krem 75 gr smjör/smjörlíki og 200 gr flórsykur þeytt vel saman og bragðbætt með Limesafa að vild. Sprautað í toppa ofan á þegar Muffinsins orðin köld.

Uppskriftin gerir ca. 24 Muffins. 

IMG124IMG125IMG126IMG128

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband