7.3.2012 | 20:15
Lummur
Á mínu heimili er hefð fyrir því að þegar eldaður er grjónagrautur, þá eru steiktar lummur daginn eftir.
Ekki það hollasta en mjög gott.
í degið fer eftirfarandi.
2 bollar kaldur grjónagrautur
2 egg
1-2 bollar mjólk
100 - 200 gr. hveiti
1/2 - 1 tsk lyftiduft
1-2 tsk vanilludropar
Þetta er mjög frjálsleg uppskrift, en á að deigið á að vera á þykkt við vöffludeig eða "amerískar pönnukökur"
Smjörlíki brætt á pönnu (má sjálfsagt nota olíu eða blöndu af olíu og smjöri)
Sett í klatta á pönnuna (hæfilegt að hafa um 3/4 dl í hverri). Hafa góðan hita en samt ekki þannig að brenni.
Þegar hæfilega steikt að neðan, snúa við og steikja hinu megin.
Sett á fat og sykri stráð yfir. Einnig hægt að sleppa sykrinum og bera fram með sultu eða hlynsírópi.
Haldið áfram að steikja þar til degið klárast. Einnig má ef þarf ekki allt í einu geyma til næsta dags og steikja þá afganginn.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.