Peruterta

Ein af uppáhaldstertunum í minni fjölskyldu er gamaldags peruterta. 

IMG165

í hana þarf einn svampbotn, keyptan eða heimabakaðann.

Þessi uppskrift hefur aldrei klikkað hjá mér

Svampbotn:

4 egg

175 gr. sykur

Þeytt mjög vel saman, á að verða mjög ljóst og létt.

50 gr. hveiti

50 gr kartöflumjöl

1 tsk lyftiduft

Þurrefnum blandað saman og hrært varlega saman við, hélst í höndum.

 Sett í 2 smurð og hveitistráð form ca. 22 cm og bakað við 200 °C (180 °ef blástur) í 20-30 mínútur.

Muna að ofnar eru misjafnir svo hver þarf að finna sinn tíma. 

Kælt á grind, hægt að baka með fyrirvara og geyma í allt að 2-3 daga ef vel pakkað inn í plastpoka. Einnig hægt að frysta botnana. 

IMG166 

Í eina köku þarf 1 botn.

Setja kökubotninn á fat og bleyta í með perusafa (magn fer eftir hvað vilt hafa blauta, mér finnst hæfilegt að nota 1/2 - 1 dl)

Geyma 3 peruhelminga til að skreyta með, restin af peruhelmingunum brytjaðir niður og dreift yfir botninn.

 

IMG167 

Kremið sett yfir, en það er gert á eftirfarandi hátt.

Perutertukrem.

2 eggjarauður

2 msk sykur

þeytt vel saman.

50 gr súkkulaði brætt, kælt aðeins og bætt í eggjahræruna.

1/4 lítri rjómi þeyttur og blandað vel saman við. 

IMG168 

Peruhelmingarnir sem eftir voru sneiddir niður í 4-6 báta hver og raðar hringinn. 

 
IMG170
 
Skreytt með þeyttum rjóma að vild. 
 
Hráefnislisti:
 
Svampbotn (2 botnar)
 
4 egg
175 gr. sykur
50 gr. hveiti
50 gr. kartöflumjöl
1 tsk lyftiduft
 
Krem
 
2 eggjarauður
2 msk sykur
50 gr. suðusúkkulaði
1/4 lítri rjómi
 
Til viðbótar
1 heildós niðursoðnar perur
1/4 - 1/2 lítri rjómi 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Bjarnveig, þakka þér fyrir að halda úti þessum hrikalega djúsí vef. Ég fékk nú bara vatn í munninn af að skoða kræsingarnar og er ákveðin í að nýta mér þessa síðu þína. Það er svo gott að hafa myndirnar:-)

Mamma gerði alltaf þessa perutertu í den og mér finnst hún æðisleg, geri hana stundum. Kannski fékk hún uppskriftina hjá Valgerði mömmu þinni. Þær voru jú saman í saumaklúbbi. Bestu kveðjur til þín, Yrsa Hörn

Yrsa Hörn Helgadóttir (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 18:05

2 Smámynd: Bjarnveig Ingvadóttir

Takk Yrsa.

Gott að fá góð komment, er að reyna að halda þessu saman svo systkinabörnin hafa aðgang að fjölskylduuppskriftunum og því sem mér dettur í hug.

Bjarnveig Ingvadóttir, 17.3.2012 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband