Laugardagslamb

Hélt að vorið væri rétt handan við hornið en miðað við veðrið í dag er það aldeilis ekki. En daginn er samt stöðugt að lengja og ég veit að brátt verður betri tíð.

Þessi réttur er tilvalinn á hríðardögum en reyndar líka þegar vel viðrar því hann eldar sig eiginlega sjálfur og hráefnið má eiginlega vera hvað sem hentar, t.d. gott að nýta afganga úr grænmetisskúffunni.

lamb1

Þessi uppskrift hentar fyrir 1-2 eftir því hvað borðað er mikið, fyrir flesta er þetta hæfilegt fyrir 1.

Ég er hér með 1 bita af lambasúpukjöti, 1 lítinn lauk, 3 kartöflur, 2 meðalstórar gulrætur. Einnig olía, Lamb Islandia (frá Pöttagöldrum), salt og pipar. 

lamb2 

Byrja á að brytja kjötið í bita, 2-3 cm á kant. 

lamb3 

Afhýða gulræturnar og skera í 2-3 cm bita. 

lamb4 

Sama gert með kartöflurnar. 

lamb5 

Afhýða laukinn og brytja gróft. 

lamb6 

 Kjöt og grænmeti sett í steikarpott eða eldfast mót, 1-2 msk olía sett yfir, kryddað með Lamb Islandia, salti og svörtum pipar. Ef eigið ekki Lamb Islandia er gott að nota í staðinn einhver "græn" krydd svo sem timian, oregano, rosemary. 

lamb7 

Öllu blandað vel saman, lok eða álpappír settur yfir og sett inn í 200°C heitan ofn og látið malla í 1 - 1 1/2 tíma. 

lamb8 

Ef viljið meiri brúningu þá taka lokið af síðustu 10 mínúturnar. 

lamb9 

Þá er bara eftir að skammta á diskinn, soðið notað sem sósa, má þykkja ef vill en er ekki til bóta. 

Einstaklega einfalt og uppvask í lágmarki þar sem allt var eldað í einum potti.

Hráefni:

1 biti lambasúpukjöt (má líka vera annar biti af lambi)

3 kartöflur

2 gulrætur

1 laukur

Olía

Lamb Islandia

Salt

Svartur pipar

 

Verði ykkur að góðu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband