nýtt blogg

Ef einhver hefur áhuga þá er ég komin með matarblogg, slóðin er http://bjarnveig.wordpress.com/

Gulrótasúpa

Er alveg ákveðin í að prufa eitthvað nýtt í matinn í hverri viku nú á næstunni. Þar sem ég átti fullt af gulrótum og fimmtudagar eru súpu-/grautardagar hjá mér þá ákvað ég að gera gulrótasúpu. Uppskriftin er byggð á nokkrum sem ég "gúgglaði" og er einhvern vegin svona, þessi skammtur ætti að duga fyrir 2. 

IMG_7759

 

 

 

 

 

 

 

 

1 lítill laukur og 1 hvítlauksrif saxað smátt og látið malla í olíu í potti í ca. 5 mínútur, þar til glært. Þá er bætt í þetta 8-10 rifnar gulrætur, 1 msk smátt saxað engifer, 1 1/2 tsk karrý og 1 tsk chilliduft og látið malla smá stund. Strá 2 kúfuðum matskeiðum hveiti yfir og hræra saman við, bæta í ca. 800 ml kjúklingasoð og 1 lítil dós kókosmjólk, sjóða við vægan hita í 15 mínútur. Blanda vel saman með töfrasprota eða í mixara, setja 1-2 tsk límónusafa, hita aftur og bera fram. Gott að setja eins og msk. af sýrðum rjóma og smávegis af saxaðri steinselju á diskinn þegar borið fram. Borið fram með góðu brauði.


Karmellumuffins

 

 Karmellumuffins

kokur

 

 

 

 

 

 

 

 

Átti heimagerða karmellusósu og ákvað því að skella í karmellumuffins. Er löngu hætt að baka muffins eftir uppskrift, heldur skelli bara því saman sem mér dettur í hug.

Uppskriftin núna var nokkurn vegin svona.

Ca. 1 dl karmellusósa (hún er gerð þannig að 1 bolli sykur er bræddur á pönnu þar til gulbrúnn, þá er ríflega 1 bolli að vatni bætt í og látið sjóða saman, á að vera fljótandi, gæti þurft að bæta vatni við)  og 150 gr. smjörlíki þeytt vel saman, út í það bætt 2 eggjum, 1-2 tsk vanilla og 1 dós hnetu- og karmellujógúrt.

Út í þetta bætt 2 bollum hveiti, 1 tsk lyftiduft, 1 tsk natron og 1 poki karmellukurl, hrært létt saman við.

Fylla muffinsformin að svona 3/4, baka við 180 °C. 

kokur


Kornflex kjúklingur

IMG_7746

 

 

 

 

 

 

 

 

Kannski ekki alveg meinhollt en samt ekki óhollt.

 

Uppskrift fyrir 4.  

3 kjúklingabringur

2 bollar súrmjólk

2-3 tsk dijon sinnep

1-2 tsk kjúklingakrydd

5-6 bollar kornflex

Byrja að skera kjúklinginn í hæfilega bita svona 2-3 munnbita, blanda saman súrmjólk, sinnep og krydd. Setja kjúklinginn í og blanda vel saman, hylja skálina og geyma í ísskáp í 2-24 klst.

Mylja kornflexið mjög fínt, velta kjúklingabitunum upp úr kornflexinu og raða í eldfast mót eða ofnskúffu. Baka í ofni við 200°C í u.þ.b. 30 mínútur.

Meðlætið núna var blandað salat úr garðinum með fetaost og/eða dressingu að vild.

Pönnusteiktar kartöflur sem voru gerðar þannig að kartöflur eru sneiddar í mjög þunnar sneiðar og steiktar í blöndu af ólífuolíu og smjöri og kryddaðar með maldonsalti, svörtum pipar og paprikukryddi.

Einnig gerði ég að þessu sinni piparostasósu sem er mjög einföld, 1/2 piparostur brytjaður smátt og sttur í pott með 1 dl. vatni og msk. af kjúklingakrafti frá "Oscar", þegar uppleyst er 1 dl rjómi/matreiðslurjómi bætt í og hitað vel.

 

IMG_7749

 


Lambakótilettur með marakókksku ívafi

Fljótlegur og góður sparimatur, snöggsteiktar kótilettur með Kúskús og Mangócutneysósu. 

IMG_7702

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrir 2 þarf eftirfarandi. 

Best er að byrja á að búa til sósuna, en hún er gerð með því að hræra saman sýrðan rjóma og mangocuthney, hlutföll eftir smekk.

Næst er að gera kúskúsið en það er gert á eftirfarandi hátt, saxa hálfan lítinn hvítan lauk og 5-6 þurrkaðar aprikósu, svissa það í olíu á pönnu og bæta í svona 25 gr. af söxuðum möndlum. Þegar orðið glært (ekki brúna) þá er bætt við 2 dl. kjúklingasoð, þessu hellt yfir rúmlega 1 dl. kúskús, setja disk eða plast yfir og látið standa með loki yfir í svona 10 mínútur. Fyrir framreiðslu er stráð yfir saxaðri steinselju og söxuðum graslauk.

6-8 kótilettur eru kryddaðar með SeasonAll eða öðru kryddi eftir smekk og snöggsteiktar á pönnu.

Var reyndar að þessu sinni einnig með snöggsteikt spínat sem bragðbætt er með maldonsalti, svörtum pipar og hvítlauk. 

 

IMG_7704

 


Regnbogakaka

Heimasætan varð 14 ára á miðvikudaginn og var með afmælisveislu fyrir bekkjarsystur sínar í gærkvöldi. Duttum í haust niður á þessa frábæru köku. 

IMG_6650

 

 

 


 
 
 
 
 
 
 
Kökubotnarnir eru fengnir af þessari síðu http://liljakatrin.wordpress.com/2011/01/13/gedveikislega-falleg-regnbogakaka-uppskrift/ en ég breytti aðeins aðferðinni.
 
Botnar.
2 bollar sykur
250 gr. smjörlíki
4 egg
3 bollar hveiti
2 tsk lyftiduft
3/4 tsk salt
1 bolli mjólk
1 msk. vanilludropar
matarlitur a.m.k. gulur, rauður og blár
 
Þeyta vel saman sykur og smjörlíki. Þeyta eggin saman við. Bæta rest í (nema matarlit) og þeyta eins stutt og hægt er að komast af með.
Skipta deiginu í 6 skálar, u.þ.b. 250 gr. í hveri og lita með sitt hvorum litnum, hér rauður, appelsínugulur, gulur, grænn, blár og fjólublár.
Smyrja lítil kökuform (18 cm) með bræddu smjörlíki og dusta með hveiti.
Baka við 180°C í 10-15 mínútur. Kæla.
 
Krem
300 gr. smjörlíki eða smjör
600 gr. flórsykur
1-2 egg
1-2 msk. vanillusykur 
matarlitur (rauður)
 
Setja allt nema matarlit í skál og þeyta þar til nánast hvítt.
Setja botnana saman með hluta af kreminu. Hræra rauðum matarlit í restina af kreminu þar til hæfilega bleikt og smyrja utan um kökuna. Sprauta kremi til skrauts ef vill. Setja má skrautsykur yfir ef vill.
 
Mér finnst best að nota þykkan matarlit úr Húsasmiðjan/Blómaval. 
 
 
IMG_6651
 

Svínakótilettur með Röstikartöflum

Fljótlegur og góður réttur. Uppskriftin miðast við 2 fullorðna.

svin2

 

 

 

 

 

 

 

 

Hráefni

2 svínakótilettur

SeasonAll

Röstikartöflur

2-4 kartöflur

Salt

Svartur pipar 

Sósa

1/2 piparostur

1 dl vatn

1-2 dl rjómi

1 tsk kjötkraftur

1 tsk rifsberjahlaup

1 tsk dijon sinnep

Spínatmauk

1/2 poki spínat

1-2 hvítlauksrif

salt

svartur pipar

1 tsk smjör

Aðferð 

Byrja á að gera sósuna, brytja ostinn og hita í vatninu í potti, bæta svo hinu í og láta malla, þar til hæfilega þykkt. 

Svínasneiðar kryddaðar með SeasonAll og steiktar í olíu á pönnu.

Rífa niður kartöflurnar, skola í vatni þurrka, salta og pipra, gera litla klatta og steikja á pönnu.

Klípa stilkana af spínatinu, setja í pott með mörðum eða smátt söxuðum hvítlauk, krydda með salti og pipar og setja smjörið saman við. Láta suðuna koma upp. 

 


Grænmetisbaka


 
baka1
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Eitt það besta sem ég borða er heimagerð grænmetisbaka. Kjörin til að hreinsa upp afganga í skápnum og hægt að setja nánast hvað sem er í. Svona finnst mér hún best.
 
Botn:
 
250 gr hveiti
150 gr kalt smjör í litlum teninum
1/2 tsk salt
Sett í matvinnsluvél og "púlsað" saman í matvinnsluvél.
1 eggjarauða
2-4 msk vatn
bætt í.
Sett á borð, hnoðað snöggt saman, setja plast utan um og geyma í ísskáp í a.m.k. 1 klukkustund, má vera allt að 1 sólarhring.
Þá flatt út og sett í bökuform. Blindbakað (setja bökunarpappír yfir og fylla með baunum eða hrísgrjónum) við 200°C í 15-20 mínútur. Þá er pappír og baunir/grjón tekið af og bakað í ca. 10 mínútur í viðbót.
 
Fylling:
 
8-10 sveppir
1/3 - 1/2 púrrulaukur
1/2 blómkálshaus
1/2 poki spínat
1 tsk grænmetiskraftur (óskar)
olía/smjör
3 egg
3 dl rjómi eða rjómi/mjólk til helminga
100 gr rifinn ostur
smá salt og svartur pipar ef vill 
Saxa grænmetið, hita smjör/olíu á pönnu, steikja fyrst sveppina á pönnu, bæta síðan hinu grænmetinu í og grænmetiskraftinum.
Setja í bökuna.
Hræra saman egg og rjóma, bæta ostinum í og krydda ef vill.
Hella yfir grænmetið.
 
Baka við 200°C í 30 mínútur eða þar til hæfilega bökuð.
Borið fram með fersku salati eða ein og sér. 
Gott bæði heitt og kalt. 
 
 
baka2
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Má frysta þegar tilbúið og hita upp í bakaraofni. 

Pannetoni-brauð

Pannetoni brauð er ættað frá Mílanó á Ítalíu og er mjög algengt hátíðarbrauð þar, bæði til að borða um jól og áramót og ekki síður um páska. Brauðið á að baka í uppmjóu formi, hæfilegt að það sé um 15 - 18 cm á breidd og álíka hátt.

Ég hef komið mér upp þeirri hefð að baka mörg svona brauð fyrir jólin og gefa, þau geymast vel, þó það reyni reyndar sjaldan á það það sem það klárast fljótt bæði hjá mér og öðrum. Ítalska hefðin er að skera það niður eins og tertusneiðar og bera fram með sætu víni eða freyðivíni. Mér finnst hinsvegar best að smyrja sneiðina smávegis og drekka gott kaffi með.

 Um síðustu jól var ein af þeim sem ég gef alltaf svona brauð stödd í Noregi þannig að ég ákvað að gefa henni brauðið núna. 

 Þó þetta virðist flókið við fyrstu sýn er það alls ekki svo, bara að gefa brauðinu góðan tíma til að hefast og á meðan er hægt að gera svo margt annað.

Uppskriftin að mestu fengin úr uppáhaldsuppskriftabókinni minni sem heitir "Joy of Cooking" 

pannetoni1

 

 

 

 

 

 

 

 

Hráefni og aðferð.

1 bolli volgt vatn (35-38 °C)

1 1/2 msk þurrger (ca. 1 bréf)

1 bolli hveiti

pannetoni2

 

 

 

 

 

 

 

 

Hrærið þessu saman í hrærivélarskálinni, þar til hefur samlagast.

pannetoni3

 

 

 

 

 

 

 

 

Setja plast eða viskustykki yfir og látið hefast í u.þ.b. 30 mínútur.

1/2 bolli smjör (verður að vera smjör að mínu mati)

1/2 bolli sykur

pannetoni5

 

 

 

 

 

 

 

 

Hrært vel saman

3 egg

Hrært saman við smjörblönduna, eitt í einu

pannetoni6

 

 

 

 

 

 

 

 

1 tsk salt

2 tsk fínraspaður börkur af sítrónu, bara guli hlutinn.

Hrært saman við smjörblönduna.

Blandið saman við gerblönduna í hrærivélaskálinni.

pannetoni7

 

 

 

 

 

 

 

 

3 1/2 bolli hveiti

Sett út í deiggrunninn og hnoðað með hnoðaranum eða "káinu" í u.þ.b. 5 mínútur.

pannetoni8

 

 

 

 

 

 

 

 

100 gr. rúsínur

50 gr. saxaðar heslihnetur eða möndlur

50 gr. Súkkat

Hnoðað saman við.

Hylja skálina með viskustykki og látið hefast í u.þ.b. 2 klukkustundir eða hefur tvöfldast að stærð.

pannetoni9


 

 

 

 

 

 

 

Setja örk af bökunarpappír inn í 2 hæfileg form og smyrja með bræddu smjöri. Skipta deiginu varlega í 2 hluta og setja í sitthvort formið.

pannetoni10

 

 

 

 

 

 

 

 

Setja viskurstykki yfir og látið hefast í u.þ.b. 30 mínútur, smyrja þá með bæddu smjöri og setja í 200 gráðu heitan ofn og baka í u.þ.b. 30 mínútur.

Ef eigið ekki nógu háan form, þá er hægt að setja "maskínu"pappír inn í forminn sem nær hæfilega upp fyrir barmana, síðan er bökunarpappír settur innan í þannig að hylji "maskínu"pappírinn. 

pannetoni11

 


Vanilluostakaka með karmellubráð.

Á von á góðum gestum í kvöldmat á morgun, fannst því tilvalið að æfa mig í ostakökugerðinni, löngu búin að komast að því að einfalda útgáfan er best og svo breytir maður til með bragðefnum. Algjör óþarfi að vera alltaf að finna upp hjólið.

Nú ákvað ég að gera vanilluostaköku með karmellubráð til að hafa í eftirmat.

vanilluostakaka_1

 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

 

Hráefnin eru eftirfarandi

Botn

1 pk, Lu Bastogne kex mulið smátt

100 gr bráðið smjör 

Krem

400 gr rjómaostur

2,5 dl þeyttur rjómi

2-3 tsk vanilla

2 msk sykur

Karmella

3 dl rjómi

3 msk sýróp (úr grænu dollunum)

3 msk sykur

1 tsk smjör

1 tsk vanilla  

vanilluostakaka_2

 

 

 

 

 

 

 

 

Blanda saman kexmulning og bráðnu smjöri 

vanilluostakaka_3

 

 

 

 

 

 

 

 

Setja hring af 24 - 26 cm smelluformi  á tertufat og setja kexblönduna í botn og aðeins upp á barma. Kæla aðeins.

vanilluostakaka_5

 

 

 

 

 

 

 

 

Þeyta aðeins upp rjómaostinn með sykrinum og vanillunni. Blanda varlega saman við þeytta rjómann. Bragðbæta með vanillu og sykri ef vill. Kæla aðeins.

vanilluostakaka_6

 

 

 

 

 

 

 

 

Setja öll hráefnin í karmelluna saman í pott og hitað við vægan hita þar til hæfilega þykkt, kæla í 10 - 15 mínútur. 

vanilluostakaka_7

 

 

 

 

 

 

 

 

Taka smelluformið af kökunni, hella karmellunni varlega yfir, geyma í kæli til næsta dags. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband