1.4.2012 | 18:41
Svínakjöt með austurlensku ívafi
28.3.2012 | 21:54
Ciabattabrauð sem ekki þarf að hnoða.
Hef tekið eftir að margir veigra sér við að baka gerbrauð að sem þeir telja það svo mikla vinnu.
Í raun er ekki mikil vinna að baka sjálfur gerbrauð og þá getur maður verið viss um hvað það inniheldur.
Á norskum og líka sænskum vefsíðum hef ég oft séð uppskriftir af gerbrauði sem ekki þarf einu sinni að hnoða. Hef ég verið að prufa mig áfram með þær og set hér eina grunnuppskrift sem er sérlega einföld. Síðan er endalaust hægt að breyta henni að smekk hvers og eins, bæta við kryddi, jurtum, hnetum, osti, og lauk, einnig er hægt að skipta út hluta af hveitinu og nota grófara mjöl.
Innihaldsefnin eru:
600 gr. hveiti
5 dl vatn
1/2 tsk. þurrger
1 msk salt
1 msk hunang.
Aðferð:
Hita vatnið í ca. 37 gráður, leysa hunangið upp í vatninu, og láta gerið leysast upp í vatnsblöndunni
Setja hveiti og salt í hrærivélarskál, hella vatnsblöndunni yfir og hræra vel með hnoðaranum eða "káinu", þar til allt hefur blandast vel, ca. 10 sekúndur, einnig hægt að hræra saman með sleif og tekur þá svona 1 mínútu.
Setja plast yfir skálina og látið hefast yfir nótt eða lengur, best í 12-18 tíma má vera styttra og lengur.
Strá hveiti á eldhúsbekkinn og setja deigið þar ofan á, setja vel að hveiti á hendurnar og forma deigið í aflanga pulsu, brjóta síðan endana inn að miðju, brjóta síðan aftur frá hinni hliðinni og endurtaka 2-3 í víðbót.
Snúa deiginu við og setja á hveitistráðan bökunarpappír, "samskeytin" niður. Hvolfa stórri skál yfir og látið hefast í 1 1/2 - 3 klukkustundir.
Þegar fer að líða að lokum hefunartímans þá er að hita hæfilegan steikarpott með loki í ofninum þar til ofninn er kominn í 250 °C.
Taka steikarpottinn úr ofninu og hvolfa deiginu af pappírnum varlega ofan í, setja lokið á og baka við 250 °C í 25 mínútur, taka lokið af og baka áfram í 10-15 mínútur og þá ætti það að vera tilbúið.
Einnig má skipta deiginu í hæfilega bita 5-6 (ath. að deigið er mjög blautt) og setja á bökunarpappír og síðan á heita bökunarplötu, þá er það bakað í 13 - 15 mínútur við 250 °C.
Taka úr ofninum og kælt.
Einstaklega einfalt í bakstri, krefst nánast engrar vinnu, en þarf að skipuleggja sig smávegis
23.3.2012 | 23:27
Kjúklingasalat með Kittusósu
Fyrir ekki svo löngu kenndi hún Kitta mér að gera alveg hreint dásamleg salatsósu. Síðan þá hef ég markvisst verið að láta mér detta í hug uppskriftir sem hentar að hafa þessa sósu út á.
Þetta gerði ég um daginn þegar ég átti afgang af kornflexkjúkling http://bjarnveig.blog.is/blog/bjarnveig/entry/1223782, þetta er einmitt svona uppskrift sem mér finnst hvað skemmtilegust en hún byggir á að opna ísskápinn og athuga hvað er til og blanda því svo skemmtilega saman.
Fyrst er að gera sósuna, magn er bara til viðmiðunar og hver gerir eftir sínu höfði.
Kittusósa
1/2 - 1 dl Ólífuolía,
1/2 dl balsamikedik
safi úr 1/2 - 1 lime,
1 msk dijonsinnep
1-2 tsk steytt capers
Öllu blandað vel saman, einstök efni aukin/minnkuð eftir smekk. Ágætlega stór uppskrift en ég get lofað ykkur að þið munið gera allt til að klára hana, geymist líka alveg í ískáp í nokkrar vikur.
Þá er það salatið sjálft, uppskrift fyrir 1.
1-2 lúkur salatblanda að vild
1/4 af gúrku saxaður
1/2 paprika söxuð
6-8 konfekttómatar skornir til helminga
smá biti af púrrulauk skorinn í þunnar sneiðar
6-8 sveppir skorinn í þunnar sneiðar og smjörsteiktur á pönnu
1/2 bolli steiktur kjúklingur í litlum bitum (kjörið að nota afgangskjúkling)
Öllu blandað saman á disk/skál, sósunni hellt yfir og borið fram með góðu brauði.
Endurtek að það er hægt að nota hvaða grænmeti sem er í þetta um að gera að nýta það sem er til. Þá er einnig kjörið að hafa með þessu t.d. ristaðar furuhnetur eða graskersfræ og einnig er gott að setja smá hreinan fetaost yfir.
Þeir sem ekki borða kjöt geta sleppt kjúklingunum og sett baunir og/eða hnetur í staðinn.
Trúið mér þetta er ávanabindandi.
19.3.2012 | 16:24
Gamaldags eplakaka
Er öll í þessu einfalda þessa dagana. Er til dæmis nýbúin að uppgötva hjá ágætri samstarfskonu að besta aðferðin við að baka formkökur er að setja allt í hrærivélaskálina í einu og hræra vel saman.
Hér er uppskrift af gamaldags eplaköku, sem í grunnin er hefðbundin formkökuuppskrift sem ég bakaði fyrir stuttu.
250 gr. hveiti
200 gr. sykur
175 gr. smjörlíki
1 tsk. lyftiduft
1/2 dl. mjólk
2 egg
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. vanilludropar (má líka nota sítrónudropa)
Allt sett í hrærivélarskálina og hrært vel saman með "káinu".
Sett í vel smurt kökuform ca. 22 cm í þvermál.
Epli hreinsuð og skorin í báta og raðað yfir.
Kanilsykri stráð yfir. Bakað við 180 °C í um það bil 30 mínútur.
Gleymdi því miður að taka mynd af bakaðri kökunni en hún er góð bæði eins og hún kemur fyrir en einng er frábært að bera fram með henni þeyttan rjóma eða vanilluís.
Matur og drykkur | Breytt 20.3.2012 kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2012 | 11:31
Laugardagslamb
Hélt að vorið væri rétt handan við hornið en miðað við veðrið í dag er það aldeilis ekki. En daginn er samt stöðugt að lengja og ég veit að brátt verður betri tíð.
Þessi réttur er tilvalinn á hríðardögum en reyndar líka þegar vel viðrar því hann eldar sig eiginlega sjálfur og hráefnið má eiginlega vera hvað sem hentar, t.d. gott að nýta afganga úr grænmetisskúffunni.
Þessi uppskrift hentar fyrir 1-2 eftir því hvað borðað er mikið, fyrir flesta er þetta hæfilegt fyrir 1.
Ég er hér með 1 bita af lambasúpukjöti, 1 lítinn lauk, 3 kartöflur, 2 meðalstórar gulrætur. Einnig olía, Lamb Islandia (frá Pöttagöldrum), salt og pipar.
Byrja á að brytja kjötið í bita, 2-3 cm á kant.
Afhýða gulræturnar og skera í 2-3 cm bita.
Sama gert með kartöflurnar.
Afhýða laukinn og brytja gróft.
Kjöt og grænmeti sett í steikarpott eða eldfast mót, 1-2 msk olía sett yfir, kryddað með Lamb Islandia, salti og svörtum pipar. Ef eigið ekki Lamb Islandia er gott að nota í staðinn einhver "græn" krydd svo sem timian, oregano, rosemary.
Öllu blandað vel saman, lok eða álpappír settur yfir og sett inn í 200°C heitan ofn og látið malla í 1 - 1 1/2 tíma.
Ef viljið meiri brúningu þá taka lokið af síðustu 10 mínúturnar.
Þá er bara eftir að skammta á diskinn, soðið notað sem sósa, má þykkja ef vill en er ekki til bóta.
Einstaklega einfalt og uppvask í lágmarki þar sem allt var eldað í einum potti.
Hráefni:
1 biti lambasúpukjöt (má líka vera annar biti af lambi)
3 kartöflur
2 gulrætur
1 laukur
Olía
Lamb Islandia
Salt
Svartur pipar
Verði ykkur að góðu.
9.3.2012 | 23:54
Peruterta
Ein af uppáhaldstertunum í minni fjölskyldu er gamaldags peruterta.
í hana þarf einn svampbotn, keyptan eða heimabakaðann.
Þessi uppskrift hefur aldrei klikkað hjá mér
Svampbotn:
4 egg
175 gr. sykur
Þeytt mjög vel saman, á að verða mjög ljóst og létt.
50 gr. hveiti
50 gr kartöflumjöl
1 tsk lyftiduft
Þurrefnum blandað saman og hrært varlega saman við, hélst í höndum.
Sett í 2 smurð og hveitistráð form ca. 22 cm og bakað við 200 °C (180 °ef blástur) í 20-30 mínútur.
Muna að ofnar eru misjafnir svo hver þarf að finna sinn tíma.
Kælt á grind, hægt að baka með fyrirvara og geyma í allt að 2-3 daga ef vel pakkað inn í plastpoka. Einnig hægt að frysta botnana.
Í eina köku þarf 1 botn.
Setja kökubotninn á fat og bleyta í með perusafa (magn fer eftir hvað vilt hafa blauta, mér finnst hæfilegt að nota 1/2 - 1 dl)
Geyma 3 peruhelminga til að skreyta með, restin af peruhelmingunum brytjaðir niður og dreift yfir botninn.
Kremið sett yfir, en það er gert á eftirfarandi hátt.
Perutertukrem.
2 eggjarauður
2 msk sykur
þeytt vel saman.
50 gr súkkulaði brætt, kælt aðeins og bætt í eggjahræruna.
1/4 lítri rjómi þeyttur og blandað vel saman við.
Peruhelmingarnir sem eftir voru sneiddir niður í 4-6 báta hver og raðar hringinn.
Matur og drykkur | Breytt 10.3.2012 kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2012 | 20:15
Lummur
Á mínu heimili er hefð fyrir því að þegar eldaður er grjónagrautur, þá eru steiktar lummur daginn eftir.
Ekki það hollasta en mjög gott.
í degið fer eftirfarandi.
2 bollar kaldur grjónagrautur
2 egg
1-2 bollar mjólk
100 - 200 gr. hveiti
1/2 - 1 tsk lyftiduft
1-2 tsk vanilludropar
Þetta er mjög frjálsleg uppskrift, en á að deigið á að vera á þykkt við vöffludeig eða "amerískar pönnukökur"
Smjörlíki brætt á pönnu (má sjálfsagt nota olíu eða blöndu af olíu og smjöri)
Sett í klatta á pönnuna (hæfilegt að hafa um 3/4 dl í hverri). Hafa góðan hita en samt ekki þannig að brenni.
Þegar hæfilega steikt að neðan, snúa við og steikja hinu megin.
Sett á fat og sykri stráð yfir. Einnig hægt að sleppa sykrinum og bera fram með sultu eða hlynsírópi.
Haldið áfram að steikja þar til degið klárast. Einnig má ef þarf ekki allt í einu geyma til næsta dags og steikja þá afganginn.
4.3.2012 | 10:43
Súkkulaðiterta og súkkulaðimuffins (fars chokoladekage)
Var með uppáhalds "danina" mína í heimsókn núna í febrúar og á meðan þau voru hér átti einn þeirra hann Matthías 15 ára afmæli svo auðvitað var haldin íslensk afmælisveisla.
Efst á óskalistanum í öllum afmælisveislum hjá þeim er Fars chokoladekage svo ég gerði hana í 2 útfærslum, venjuleg terta og líka muffins.
Hefðbundin súkkulaðikaka
Muffins
Sama uppskrift að báðu
1 1/2 bolli sykur
100 gr mjúkt smjör eða smjörlíki
2 egg
Hrært vel saman.
1/2 bolli sterkt kaffi
1/2 bolli mjólk
1 tsk vanilla
bætt í.
1 1/3 bolli hveiti
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk natron
1/3 bolli kakó
blandað vel saman og bætt í hrært létt saman.
Ef hefðbundin þá sett í 22-24 cm form og bakað í ca. 30 mínútur við 200 °C (180°ef blástur).
Kælt á grind, annað hvort smurt með súkkulaðiganacé sem gert er þannig að 150 gr súkkulaði og 1/2 - 1 dl rjómi hitað saman í potti, kælt aðeins og smurt yfir.
Einnig hagt að skera botninn í sundur og setja súkkulaði smjörkrem (sjá uppskrift neðar) á milli og síðan smurt með súkkulaðiganacé eða súkkulaðismjörkremi.
Muffins
Þá sama uppskrift en um leið og þurrefnunum er bætt í þá er einnig bætt í 100 - 150 gr súkkulaðidropar.
Sett í muffinsform (fyllt ca. 2/3 og bakað við 200 °C (180 í blástri) í 20 - 30 mínútur.
Dugar í 18 - 24 muffins
Kælt og síðan annað hvort smurt yfir með súkkulaðiganacé (sjá ofar) eða sett súkkulaðismjörkrem yfir.
Súkkulaðismjörkrem:
200 gr mjúkt smjör eða smjörlíki
500 gr. flórsykur
2-4 msk kakó
1 egg
1-2 tsk vanilludropar eða rommdropar
Allt hrært vel saman.
Súkkulaðibita muffins
17.2.2012 | 20:50
Kornflexkjúklingur
Átti fullstóran lager af Kornflexi þá ákvað ég að prufa að gera Kornflexkjúkling, ekki kannski það hollasta en það má nú sukka stundum
Fyrst er að skera kartöflurnar í hæfilega "stafi"
Láta í skál og kalt vatn látið renna yfir í 1/2 til 1 klukkustund
Sigta vatnið frá
Þerra vel á viskustykki eða sambærilegu.
Steikja tvisvar sinnum, fyrst við láan hita, láta leka vel af kartöflunum og steikja svo stutta stund við háan hita.
Aðferð við kjúklinginn.
Blanda saman í skál, 1-2 dl súrmjólk, 1-2 teskeið af Dijon sinnepi, 1 teskeið karrý og vel af kjúklingakryddi
Hrært vel saman.
Brytja skinnlausa kjúklingabringu í munnstóra bita.
Sett út í súrmjólkurblönduna.
Blandað vel saman og látið standa í 1-2 klukkustundir.
Mylja smátt 3-4 bolla af kornflexi.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2012 | 20:29
Flögufiskur
Var að vandræðast með hvað ætti að hafa í kvöldmatinn sem okkur báðum myndi líka. Þá kom hún Sólrún minn ágæti vinnufélagi með þessa uppskrift, sem ég að vísu hef aðeins breytt og er mín útgáfa hér.
Hráefnið er Soðið bygg, þorskur, púrrulaukur, ostasósa, paprikuflögur og ostur
Setja soðið bygg í botninn á eldföstu móti.
Setja fiskinn í litlum bitum yfir, krydda með Aromat eða fiskikryddi
Strá söxuðum púrrulauk yfir
Sjóða saman smurost að eigin vali (ég notaði til heminga rækjuost og texmexost) og mjólk/rjóma
Mylja flögur yfir. Má vera hvaða tegund sem er, en ég notaði núna paprikuflögur.
Rifinn ostur yfir allt saman. Í ofn við 200 °C þar til osturinn fallega gullinn.
Tilbúinn rétturinn, hefði verið kjörið að hafa salat með en gleymdi að kaupa í það.
Smakkaðist alveg ljómandi og báðar saddar og sælar á eftir.