Kleinur

 

IMG142

 

 

 

 

 

 

 

 

Á von á "dönunum" mínum í heimsókn og þar sem Kleinur eru í miklu uppáhaldi hjá Ingva, ákvað ég að skella í kleinur.  

IMG134

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hráefnið:

1 kíló hveiti

250 gr. sykur (má vera minna)

100 gr. smjörlíki

1 l. skyr

2 egg

10 tsk lyftiduft

1 1/2 tsk hjartasalt

2 tsk kardimommur 

IMG135


 

 

 

 

 

 

 

Öllu hnoðað vel saman, fyrst í hrærivél og síðan í höndum, bæti við vökva eða hveiti ef þarf, deigið á að vera eins blautt og mauður treystir sér til að fletja það út. 

IMG136

 

 

 

 

 

 

 

Skipt í 2-3 hluta og flatt út. 

IMG137

 

 

 

 

 

 

 

 Skorið með kleinujárni

IMG138

 

 

 

 

 

 

 

Snúið

 

IMG139

 

 

 

 

 

 

 

 

Sett í heita feiti, 6-8 kleinur í senn. Mér finnst best að nota til helminga Kjarna-kókosfeiti og Djúpsteikingarfeiti. 

IMG140

 

 

 

 

 

 

 

 

Snúið og steikt á hinni hliðinni. 

IMG142

 

 

 

 

 

 

 

 

Fært upp á pappír. Fékk úr þessu um 120 kleinur. 


Lime muffins

IMG128

 

 

 

 

 

 

 

 

Er að prufa mig áfram í að búa til uppskriftir og mun setja sumar hér inn. Á sunnudaginn bjó ég til Limemuffins. Tek fram að Limebragðið var mjög ríkjandi, þannig að þeir sem vilja hafa það í hófi minnka magnið af Limesafa og berki um helming.

 3 egg og 1 bolli af sykri þeytt vel saman

Í það síðan bætt 3 bollar hveiti, 1 1/2 tsk lyftiduft, 100 g brætt smjör/smjörlíki, 1 1/2 dl súrmjólk, safi og rifinn börkur af 2 lime.

Öllu blandað vel saman.

Ef vill setja 35 gr saxaðar heslihnetur og/eða 100 gr súkkulaðidropar. Muffinsform hálffyllt og bakað við 200°C í 20-30 mínútur.

Krem 75 gr smjör/smjörlíki og 200 gr flórsykur þeytt vel saman og bragðbætt með Limesafa að vild. Sprautað í toppa ofan á þegar Muffinsins orðin köld.

Uppskriftin gerir ca. 24 Muffins. 

IMG124IMG125IMG126IMG128

konur og sjálfstæðisflokkurinn

Er hissa á því að konur í sjálfstæðisflokknum hafi áhyggur, þær eru nú vanari því að halda kjafti og vera sætar, virðast alltaf sætta sig við að vera til uppfyllingar
mbl.is Eru hræddar um stöðu Þorgerðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

fjárlög 2009

Á erfitt með að átta mig á hvert ríkisstjórnin er að stefna með þessu fjárlagafrumvarpi.
Verð að segja fyrir mig að ég held að betra sé að taka mjög snarpan niðurskurð 2009 í þeirri von að strax sé hægt að fara að byggja upp þegar líða fer á árið.
En það má ekki bara skera flatt heldur verður félags- mennta- og heilbrigðismál að fá að njóta verndar.
* Hættum með aðstoðarmenn þingmanna og þingflokksformanna
* Skerum niður ferða- og risnukostnað um a.m.k. 25%
* Lokum 1/4 af sendiráðum og skerum niður kostnað í öðrum um 25%
* Hættum við þátttöku í heimssýningunni
* Lokum varnarmálaskrifstofu
* Drögum saman í ratsjáreftirlitinu eins og kostur er
* Hættum öllu alþjóðasamstarfi sem ekki er bráðnauðsynlegt
* Sameinum ráðuneyti, 300.000 manna þjóð hlýtur að duga að hafa 8-10 ráðherra
* Fækkum þingmönnum niður í 53
* Fækkum í yfirbyggingu alþingis
Síðan er fjölmargt annað sem hægt er að spara í, en það mikilvæga er að halda í velferðina og fólkið eins og hægt er.

Af hverju núna

Er þetta undirbúningur undir framboð til varaformanns á landsfundi, eða er það formaðurinn sem heillar
mbl.is Bjarni úr stjórnum N1 og BNT
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólatónleikar

Var að koma úr Dalvíkurkirkju. Þar voru dásamlegir jólatónleikar. 4 kórar, kvartett og einsöngur.
Þau Anna Baldvina og Freyr Antons fengu þá hugmynd og framkvæmdu að leiða saman meirihluta söngfólks í byggðalaginu og koma okkur í réttu jólastemminguna. Þarna komu fram kós Dalvíkurkirkju, Mímiskórinn (kór aldraðra), Samkór Svarfdæla, Karlakór Dalvíkur, Matti Matt og kvartett skipaður þeim Kristjönu og Kristjáni á Tjörn, sem og þeim Helgu Bryndísi og Magna. Í lokin var samsöngur allra kóranna og áheyrenda. Alveg hreint frábær skemmtun og allir gáfu vinnu sína þannig að hægt var að hafa frítt inn.
Það eru sannarlega forréttindi að búa í sveitarfélagi svo ríku af listafólki

Hver þarf óvini sem á svona vini

Alveg makalaus hegðun Bjarna Harðarson varðandi þetta bréf. Eitt er að vera ósammála skoðunum Valgerðar en þessi hegðun lýsir nú engu öðru en skítlegri hegðun. Fyrst Bjarni og líklega Guðni líka eru fastir í fortíðinni þá ættu þeir að reyna að vinna sínum málstað fylgi á heiðarlegan hátt en þetta að senda rógbréf á fjölmiðla og þykjast síðan silja draga allt til baka. Ég bara spyr var ekki meiningin að aðstoðarmaðurinn sendi þetta á óþekktu netfangi til að þykjast ekki vita neitt. Ef laun aðstoðarmanna fara í slíkt og þvílíkt þá vil ég gjarnan að hætt verði með aðstoðarmennina yfir höfuð.
Ég vona að framsóknarmenn fari að sýna þann þroska að koma fram af virðingu og hætta að vera með skítkast í hvern annan. Svo veit ég ekki betur en að Valgerður hafi viðurkennt að það hafi verið gerð mistök í hagstjórninni og fleru meðan hún var í ríkisstjórn en minni á að hún réði þó aldrei yfir nema 1 atkvæði, hef ekki séð að Guðni hafi viðurkennt nein mistök.
Ég vil geta verið stolt af því að styðja framsóknarflokkinn og því geri ég þá kröfu til þingmanna flokksins að þeir séu heiðarlegir í samskiptum sín á milli og beri virðingu fyrir mismunandi skoðunum.

Stöðugt getur vont versnað

Hafði einsett mér að vera jákvæð þrátt fyrir kreppu og hremmingar og trúa því besta í öllum málum. En nú er svo komið að ég er orðin sannfærð um að almenningur viti ekki nema örlítið brot af vandamálunum og að stjórnvöld séu meðvitað að koma í veg fyrir að við vitum allar staðreyndir í vandamálum þjóðarinnar. Hvernig er hægt að ætlast til samstöðu þjóðarinnar þegar allar líkur eru á að endalaust sé verið að ljúga í okkur. Nú síðast kemur fram að Hollendingar og Bretar ætla að gera allt sem þeir geta til að koma í veg fyrir lán IMF til okkar og ef það tekst þá fáum við ekki heldur önnur lán, er það ekki einmitt ástæðan fyrir því hvað þetta ferli er búið að taka langan tíma. Þá er stöðugt að koma fram nýjar uppysingar sem Geir og Björgvin neita fyrst en verða síðan að viðurkenna. Held að besta ráðið væri að fá utanaðkomandi aðila sem ekki hafa komið nálægt íslenska seðlabankanum eða alþingi til að vinna í þessum málum og hreinsa til.

Þó fyrr hefði verið

Þætti fróðlegt að sjá hvað af ferðum ríkisins hefði verið hægt að sleppa ef eðlileg sparnaðarhugsun hefði verið í gangi
mbl.is Dregið úr ferðum ráðuneyta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

jákvæð innspýting

Tel að vel mætti auka kvótann, án þess að verða óábyrgur. Uppbyggingin tekur þá bara aðeins lengri tíma
mbl.is Aukinn þorskkvóti ekki útilokaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband