6.2.2012 | 20:05
Kleinur
Á von á "dönunum" mínum í heimsókn og þar sem Kleinur eru í miklu uppáhaldi hjá Ingva, ákvað ég að skella í kleinur.
Hráefnið:
1 kíló hveiti
250 gr. sykur (má vera minna)
100 gr. smjörlíki
1 l. skyr
2 egg
10 tsk lyftiduft
1 1/2 tsk hjartasalt
2 tsk kardimommur
Öllu hnoðað vel saman, fyrst í hrærivél og síðan í höndum, bæti við vökva eða hveiti ef þarf, deigið á að vera eins blautt og mauður treystir sér til að fletja það út.
Skipt í 2-3 hluta og flatt út.
31.1.2012 | 23:18
Lime muffins
Er að prufa mig áfram í að búa til uppskriftir og mun setja sumar hér inn. Á sunnudaginn bjó ég til Limemuffins. Tek fram að Limebragðið var mjög ríkjandi, þannig að þeir sem vilja hafa það í hófi minnka magnið af Limesafa og berki um helming.
3 egg og 1 bolli af sykri þeytt vel saman
Í það síðan bætt 3 bollar hveiti, 1 1/2 tsk lyftiduft, 100 g brætt smjör/smjörlíki, 1 1/2 dl súrmjólk, safi og rifinn börkur af 2 lime.
Öllu blandað vel saman.
Ef vill setja 35 gr saxaðar heslihnetur og/eða 100 gr súkkulaðidropar. Muffinsform hálffyllt og bakað við 200°C í 20-30 mínútur.
Krem 75 gr smjör/smjörlíki og 200 gr flórsykur þeytt vel saman og bragðbætt með Limesafa að vild. Sprautað í toppa ofan á þegar Muffinsins orðin köld.
Uppskriftin gerir ca. 24 Muffins.
28.3.2009 | 09:28
konur og sjálfstæðisflokkurinn
Eru hræddar um stöðu Þorgerðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.12.2008 | 09:45
fjárlög 2009
Verð að segja fyrir mig að ég held að betra sé að taka mjög snarpan niðurskurð 2009 í þeirri von að strax sé hægt að fara að byggja upp þegar líða fer á árið.
En það má ekki bara skera flatt heldur verður félags- mennta- og heilbrigðismál að fá að njóta verndar.
* Hættum með aðstoðarmenn þingmanna og þingflokksformanna
* Skerum niður ferða- og risnukostnað um a.m.k. 25%
* Lokum 1/4 af sendiráðum og skerum niður kostnað í öðrum um 25%
* Hættum við þátttöku í heimssýningunni
* Lokum varnarmálaskrifstofu
* Drögum saman í ratsjáreftirlitinu eins og kostur er
* Hættum öllu alþjóðasamstarfi sem ekki er bráðnauðsynlegt
* Sameinum ráðuneyti, 300.000 manna þjóð hlýtur að duga að hafa 8-10 ráðherra
* Fækkum þingmönnum niður í 53
* Fækkum í yfirbyggingu alþingis
Síðan er fjölmargt annað sem hægt er að spara í, en það mikilvæga er að halda í velferðina og fólkið eins og hægt er.
10.12.2008 | 22:29
Af hverju núna
Bjarni úr stjórnum N1 og BNT | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.12.2008 | 22:23
Jólatónleikar
Þau Anna Baldvina og Freyr Antons fengu þá hugmynd og framkvæmdu að leiða saman meirihluta söngfólks í byggðalaginu og koma okkur í réttu jólastemminguna. Þarna komu fram kós Dalvíkurkirkju, Mímiskórinn (kór aldraðra), Samkór Svarfdæla, Karlakór Dalvíkur, Matti Matt og kvartett skipaður þeim Kristjönu og Kristjáni á Tjörn, sem og þeim Helgu Bryndísi og Magna. Í lokin var samsöngur allra kóranna og áheyrenda. Alveg hreint frábær skemmtun og allir gáfu vinnu sína þannig að hægt var að hafa frítt inn.
Það eru sannarlega forréttindi að búa í sveitarfélagi svo ríku af listafólki
10.11.2008 | 22:51
Hver þarf óvini sem á svona vini
Ég vona að framsóknarmenn fari að sýna þann þroska að koma fram af virðingu og hætta að vera með skítkast í hvern annan. Svo veit ég ekki betur en að Valgerður hafi viðurkennt að það hafi verið gerð mistök í hagstjórninni og fleru meðan hún var í ríkisstjórn en minni á að hún réði þó aldrei yfir nema 1 atkvæði, hef ekki séð að Guðni hafi viðurkennt nein mistök.
Ég vil geta verið stolt af því að styðja framsóknarflokkinn og því geri ég þá kröfu til þingmanna flokksins að þeir séu heiðarlegir í samskiptum sín á milli og beri virðingu fyrir mismunandi skoðunum.
8.11.2008 | 19:00
Stöðugt getur vont versnað
7.11.2008 | 09:54
Þó fyrr hefði verið
Dregið úr ferðum ráðuneyta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2008 | 16:37
jákvæð innspýting
Aukinn þorskkvóti ekki útilokaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |