Stöðugt getur vont versnað

Hafði einsett mér að vera jákvæð þrátt fyrir kreppu og hremmingar og trúa því besta í öllum málum. En nú er svo komið að ég er orðin sannfærð um að almenningur viti ekki nema örlítið brot af vandamálunum og að stjórnvöld séu meðvitað að koma í veg fyrir að við vitum allar staðreyndir í vandamálum þjóðarinnar. Hvernig er hægt að ætlast til samstöðu þjóðarinnar þegar allar líkur eru á að endalaust sé verið að ljúga í okkur. Nú síðast kemur fram að Hollendingar og Bretar ætla að gera allt sem þeir geta til að koma í veg fyrir lán IMF til okkar og ef það tekst þá fáum við ekki heldur önnur lán, er það ekki einmitt ástæðan fyrir því hvað þetta ferli er búið að taka langan tíma. Þá er stöðugt að koma fram nýjar uppysingar sem Geir og Björgvin neita fyrst en verða síðan að viðurkenna. Held að besta ráðið væri að fá utanaðkomandi aðila sem ekki hafa komið nálægt íslenska seðlabankanum eða alþingi til að vinna í þessum málum og hreinsa til.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband