fjárlög 2009

Á erfitt með að átta mig á hvert ríkisstjórnin er að stefna með þessu fjárlagafrumvarpi.
Verð að segja fyrir mig að ég held að betra sé að taka mjög snarpan niðurskurð 2009 í þeirri von að strax sé hægt að fara að byggja upp þegar líða fer á árið.
En það má ekki bara skera flatt heldur verður félags- mennta- og heilbrigðismál að fá að njóta verndar.
* Hættum með aðstoðarmenn þingmanna og þingflokksformanna
* Skerum niður ferða- og risnukostnað um a.m.k. 25%
* Lokum 1/4 af sendiráðum og skerum niður kostnað í öðrum um 25%
* Hættum við þátttöku í heimssýningunni
* Lokum varnarmálaskrifstofu
* Drögum saman í ratsjáreftirlitinu eins og kostur er
* Hættum öllu alþjóðasamstarfi sem ekki er bráðnauðsynlegt
* Sameinum ráðuneyti, 300.000 manna þjóð hlýtur að duga að hafa 8-10 ráðherra
* Fækkum þingmönnum niður í 53
* Fækkum í yfirbyggingu alþingis
Síðan er fjölmargt annað sem hægt er að spara í, en það mikilvæga er að halda í velferðina og fólkið eins og hægt er.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband