Kjúklingasalat með Kittusósu

Fyrir ekki svo löngu kenndi hún Kitta mér að gera alveg hreint dásamleg salatsósu. Síðan þá hef ég markvisst verið að láta mér detta í hug uppskriftir sem hentar að hafa þessa sósu út á.

Þetta gerði ég um daginn þegar ég átti afgang af kornflexkjúkling  http://bjarnveig.blog.is/blog/bjarnveig/entry/1223782, þetta er einmitt svona uppskrift sem mér finnst hvað skemmtilegust en hún byggir á að opna ísskápinn og athuga hvað er til og blanda því svo skemmtilega saman.

salat_3 

Fyrst er að gera sósuna, magn er bara til viðmiðunar og hver gerir eftir sínu höfði.

Kittusósa 

1/2 - 1 dl Ólífuolía,

1/2 dl balsamikedik

safi úr 1/2 - 1 lime,

1 msk dijonsinnep 

1-2 tsk steytt capers

Öllu blandað vel saman, einstök efni aukin/minnkuð eftir smekk. Ágætlega stór uppskrift en ég get lofað ykkur að þið munið gera allt til að klára hana, geymist líka alveg í ískáp í nokkrar vikur. 

Þá er það salatið sjálft, uppskrift fyrir 1.

1-2 lúkur salatblanda að vild

1/4 af gúrku saxaður

1/2 paprika söxuð

6-8 konfekttómatar skornir til helminga

smá biti af púrrulauk skorinn í þunnar sneiðar

6-8 sveppir skorinn í þunnar sneiðar og smjörsteiktur á pönnu

1/2 bolli steiktur kjúklingur í litlum bitum (kjörið að nota afgangskjúkling)

Öllu blandað saman á disk/skál, sósunni hellt yfir og borið fram með góðu brauði.

Endurtek að það er hægt að nota hvaða grænmeti sem er í þetta um að gera að nýta það sem er til. Þá er einnig kjörið að hafa með þessu t.d.  ristaðar furuhnetur eða graskersfræ og einnig er gott að setja smá hreinan fetaost yfir.

Þeir sem ekki borða kjöt geta sleppt kjúklingunum og sett baunir og/eða hnetur í staðinn.

Trúið mér þetta er ávanabindandi. 

 

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband