10.5.2012 | 20:08
Svínakótilettur með Röstikartöflum
Fljótlegur og góður réttur. Uppskriftin miðast við 2 fullorðna.
Hráefni
2 svínakótilettur
SeasonAll
Röstikartöflur
2-4 kartöflur
Salt
Svartur pipar
Sósa
1/2 piparostur
1 dl vatn
1-2 dl rjómi
1 tsk kjötkraftur
1 tsk rifsberjahlaup
1 tsk dijon sinnep
Spínatmauk
1/2 poki spínat
1-2 hvítlauksrif
salt
svartur pipar
1 tsk smjör
Aðferð
Byrja á að gera sósuna, brytja ostinn og hita í vatninu í potti, bæta svo hinu í og láta malla, þar til hæfilega þykkt.
Svínasneiðar kryddaðar með SeasonAll og steiktar í olíu á pönnu.
Rífa niður kartöflurnar, skola í vatni þurrka, salta og pipra, gera litla klatta og steikja á pönnu.
Klípa stilkana af spínatinu, setja í pott með mörðum eða smátt söxuðum hvítlauk, krydda með salti og pipar og setja smjörið saman við. Láta suðuna koma upp.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.