4.9.2012 | 19:33
Lambakótilettur með marakókksku ívafi
Fljótlegur og góður sparimatur, snöggsteiktar kótilettur með Kúskús og Mangócutneysósu.
Fyrir 2 þarf eftirfarandi.
Best er að byrja á að búa til sósuna, en hún er gerð með því að hræra saman sýrðan rjóma og mangocuthney, hlutföll eftir smekk.
Næst er að gera kúskúsið en það er gert á eftirfarandi hátt, saxa hálfan lítinn hvítan lauk og 5-6 þurrkaðar aprikósu, svissa það í olíu á pönnu og bæta í svona 25 gr. af söxuðum möndlum. Þegar orðið glært (ekki brúna) þá er bætt við 2 dl. kjúklingasoð, þessu hellt yfir rúmlega 1 dl. kúskús, setja disk eða plast yfir og látið standa með loki yfir í svona 10 mínútur. Fyrir framreiðslu er stráð yfir saxaðri steinselju og söxuðum graslauk.
6-8 kótilettur eru kryddaðar með SeasonAll eða öðru kryddi eftir smekk og snöggsteiktar á pönnu.
Var reyndar að þessu sinni einnig með snöggsteikt spínat sem bragðbætt er með maldonsalti, svörtum pipar og hvítlauk.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.