Kosningar framundan

Spennandi tími framundan, finnst alltaf aðdragandi kosninga mjög skemmtilegur og trúi ekki öðru en að úrslit kosninganna verði okkur framsóknarmönnum hagstæðari en skoðanakannanir benda til. HEf það mikla trú á íslendingum að ég tel að þeir vilji ekki að Sjálfstæðismenn nái nánast að verða sjálfráða um það hvernig landinu verði stjórnað næstu 4 árin og guð hjálp okkur ef VG ná þeim árangri sem skoðanakannanir benda til. Stefnuskrá þeirra virðist mér samanstanda af því að stoppa alla framþróun í landinu og stanslausa eyðslu. Stefna okkar framsóknarmanna er hins vegar skýr við viljum framþróun, nýta náttúraðlindirnar í sátt við umhverfið, sjálfbært samfélag, bæta hag hinna verst stöddu en okkur finnst samt allt í lagi að þeir sem eru ríkir séu það áfram, viljum jöfnuð upp á við en ekki niður á við eins og mér sýnist VG vilja. Þá tel ég nú að framsóknarflokkurinn sé sá flokkur sem styður jafnrétti kynjanna mest í raun, eini flokkurinn sem er með jafnan fjoölda karla og kvenna í efsta sæti framboðslista, með jafnan hlut karla og kvenna í þingsætum og ráðherrastólum og ég á nú eftir að sjá það að karlar í hinum flokkunum hleypi konum sem eru í 2 eða 3 sæti fram fyrir sig í röðina þegar kemur að því að velja ráðherraefni. Þá stóð framsókn fyrir því að jafna rétt karla og kvenna til töku fæðingarorlofs sem er eitt mesta framfaraskrefið í jafnréttismálum á Íslandi, þá styður framsóknarflokkurinn afnám launaleyndar. Svo ég segji nú bara X-B 12. maí.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað með árángur FRAMSÓKNAR í HEILBRIGGÐISMÁLUM?T.D.Geðsvið LSH? Eru framsóknarmenn stoltir af því dæmi ?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 11:53

2 Smámynd: Sverrir Þorleifsson

ég held að heimurinn geti vel verið án framsóknarmanna 

Sverrir Þorleifsson, 23.4.2007 kl. 19:19

3 Smámynd: Bjarnveig Ingvadóttir

Framlög til LSH hafa nú aukist gífurlega, er þetta ekki frekar spurning um forgangsröðun og skipulagningu þar innan húss.

Bjarnveig Ingvadóttir, 23.4.2007 kl. 19:26

4 Smámynd: Bjarnveig Ingvadóttir

Sverrir minn ég trúi því nú ekki að þú gætir hugsað þér lífið án mín og ég er og verð allataf framsóknarmanneskja

Bjarnveig Ingvadóttir, 23.4.2007 kl. 19:27

5 Smámynd: Sverrir Þorleifsson

af hverju , ertu og verður alltaf framsóknarmanneskja? 

Sverrir Þorleifsson, 23.4.2007 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband