Danska leiðin

Hvað í ósköpum veldur að ekki er hægt að gera hlutina svipað hér. Er ástæðan kannski sú að eigendur bankanna eru búnir að blóðmjólka eignina svo að engin raunveruleg verðmæti eru eftir. Allir og ég meina þá allir verða að koma að borðinu og þeir sem hafa grætt sem mest á uppgangnum verða einnig að taka á sig mesta skellinn. Kannski væri bara réttara að ganga aftur í ríkjasamband við Dani.
Forsætisráðherra er engan veginn að standa sig, fundar og fundar en gerir síðan ekki neitt. Ef sitjandi ríkisstjórn á að ráða við vandann er ljóst að hann verður að víkja fyrir Þorgerði Katrínu. Hún er þó sú eina í þessu liði sem þorir að svara Davíð. Hann er síðan sérkapítuli. Legg ekki dóm á það hér hvort hann er faglega fær um að vera seðlabankastjóri en í ljósi fyrr stjórnmálasögu og illvilja gagnvart sumum þá er trúverðugleiki hans enginn í þessu starfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband