10.11.2008 | 22:51
Hver þarf óvini sem á svona vini
Alveg makalaus hegðun Bjarna Harðarson varðandi þetta bréf. Eitt er að vera ósammála skoðunum Valgerðar en þessi hegðun lýsir nú engu öðru en skítlegri hegðun. Fyrst Bjarni og líklega Guðni líka eru fastir í fortíðinni þá ættu þeir að reyna að vinna sínum málstað fylgi á heiðarlegan hátt en þetta að senda rógbréf á fjölmiðla og þykjast síðan silja draga allt til baka. Ég bara spyr var ekki meiningin að aðstoðarmaðurinn sendi þetta á óþekktu netfangi til að þykjast ekki vita neitt. Ef laun aðstoðarmanna fara í slíkt og þvílíkt þá vil ég gjarnan að hætt verði með aðstoðarmennina yfir höfuð.
Ég vona að framsóknarmenn fari að sýna þann þroska að koma fram af virðingu og hætta að vera með skítkast í hvern annan. Svo veit ég ekki betur en að Valgerður hafi viðurkennt að það hafi verið gerð mistök í hagstjórninni og fleru meðan hún var í ríkisstjórn en minni á að hún réði þó aldrei yfir nema 1 atkvæði, hef ekki séð að Guðni hafi viðurkennt nein mistök.
Ég vil geta verið stolt af því að styðja framsóknarflokkinn og því geri ég þá kröfu til þingmanna flokksins að þeir séu heiðarlegir í samskiptum sín á milli og beri virðingu fyrir mismunandi skoðunum.
Ég vona að framsóknarmenn fari að sýna þann þroska að koma fram af virðingu og hætta að vera með skítkast í hvern annan. Svo veit ég ekki betur en að Valgerður hafi viðurkennt að það hafi verið gerð mistök í hagstjórninni og fleru meðan hún var í ríkisstjórn en minni á að hún réði þó aldrei yfir nema 1 atkvæði, hef ekki séð að Guðni hafi viðurkennt nein mistök.
Ég vil geta verið stolt af því að styðja framsóknarflokkinn og því geri ég þá kröfu til þingmanna flokksins að þeir séu heiðarlegir í samskiptum sín á milli og beri virðingu fyrir mismunandi skoðunum.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.