Gleðilegt sumar

Það á víst að heita að það sé komið sumar. Að vísu langt síðan að það kom í mínum huga og hjarta en veðurguðirnir eru víst ekki alveg sammála mér. En maður heldur bara áfram með gleði í sinni og gerir gott úr veðrinu, enda segji ég oft að það sé ekki til vont veður heldur spurning um klæðnað og hvort maður þurfi endilega að vera á ferðinni. Nú er orðið tómlegra í húsinu enda fóru Vala Dögg og Anja Karen suður á mánudaginn enn svo koma þær aftur í lok maí og verða þá í eina 3 mánuði. Og við förum reyndar líka saman til Kaupmannahafnar í maí með Heiðu Pálrúnu og Ingu Birnu. Var í ræktinni áðan og púlaði þvílíkt en líðanin á eftir er líka dásamleg. Búin að missa 58.5 kg frá 9/9 2005. Svo er náttúrulega kosningabaráttan að fara á fullt svo ég mun hafa nóg fyrir stafni á næstunni

Kv. Bjarnveig


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá geggjað hvað þú ert búkn að missa mikið.
Vertu svo dugleg að blogga. Vonandi gengur þér vel í þessum framboðslag:):)
Kv. Vala og Anja

Vala Dögg (IP-tala skráð) 24.4.2006 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband