London hér kem ég

Eftir sólarhring verð ég á leiðinni til London. Er á leiðinni í vinnuna, síðan flýg ég suður og næ að knúsa Önju Kareni svolítið. Gisti síðan hjá Dísu og svo er það Londin í fyrramálið. Hef ekki komið þangað síðan ´92 og það er avo sannarlega orðið allt of langt síðan, en það er svona þegar farið er á hverju ári til Koben þá er ekki alltaf tími til að fara annað.

Af kosningaundirbúningi er það að frétta að við erum að vera langt komin í stefnuskrárvinnu. Í síðustu viku var smá viðtal við mig í fréttablaðinu og núna í vikunni verður kosningaumfjöllun um Dalvíkurbyggð á rás 1, þar sem verður viðtal við oddvita framboðslistanna, einnig kemur grein í Bæjarpóstinum núna á fimmtudaginn. Ekki hefði ég trúað því fyrir 2 mánuðum að ég væri að skrifa greinar í fjölmiðla, en maður veit víst aldrei hvaða vinkla lífið tekur. Og maður getur allt sem maður vill, bara ef maður vill það nógu mikið. Bæjarmálin í Dalvíkurbyggð eiga svo sannarlega allan hug minn þessa dagana og munu eiga það a.m.k. næstu 4 árin. Gaman að vinna með skemmtilegu og hugmyndaríku fólki að góðum málum og öll höfum við þat sama markmið að gera gott sveitarfélag enn betra, eða eins og við á B-listanum segjum gerum Salvíkurbyggð að sveitarfélagi í sérflokki.

Skrifa næst þegar ég kem heim frá London, yfir og út

Bjarnveig


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband