Nýtt ár

Jæja, þá er árið 2007 komið fyrir nokkru og ýmislegt skéð síðan ég bloggaði síðast. Óþarfi að rekja það hér því þeir sem þekkja mig vita nokkuð hvað á daga mín hefur drifið. En nú er markmiðið að endurskipuleggja lífið að einhverju leiti. Ætti allavegana að hafa rímri tíma þar sem Inga Birna er flutt suður til mömmu sinnar svo ég er ekki lengur einstæð móðir eins og ég var síðustu mánuði ársins 2006. Meðal markmiða ársins er að gera bloggsíðuna virka og eins að gera lífið einfaldara, er þessa dagana að lesa bókina "Henda-gefa-geyma" sem kennir manni að minnka ruslið og dótið í kringum sig. Sínist að aðalniðurstaðan eftir lesturinn sé sú sama og Vala Dögg hefur verið að reyna að kenna mér það er að ef þú veist ekki hvað þú ætlar að gera við eitthvað þá áttu að losa þig við það. Sé mikið eftir að hafa ekki farið alveg að ráðum hennar þegar hún hjálpaði mér að taka til í geymslunni í fyrra en ég get alltaf reynt að bæta mig í þessari aðferð. Var á aukakjördæmisþingi á Mývatni í gær þar sem við völdum listann fyrir komandi alþingiskosningar og er ég mjög ánægð með niðurstöðuna. Auðvitað hefði ekki verið verra að hafa austfirðing ofar á listanum en hver hefði þá átt að færast neðar af þessum fjórum í efstu sætunum. Góð blanda á listanum af reyndum og óreyndum einstaklingum með fjölbreyttan bakgrunn og áberandi hvað framsóknarflokkurinn treystir konum og ungu fólki vel. Ég hygg að fáir flokkar standi sig jafnvel í því. Getur einhver bent mér á flokk sem hefur konu efsta á helming framboðslistanna. Ætla að reyna að útbúa uppskriftasíðu en ef það tekst ekki er hægt að fara inn á sammála síðuna í tenglalistanum þar er uppskriftasíða og ég get alltaf sett inn uppskriftir þar.

Kv. Bjarnveig


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband