1.5.2007 | 09:40
hvað með hafnaraðstöðu
Kostnaður við breytingar á Grímseyjarfjerju yfir 500 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2007 | 11:18
Kosningar framundan
22.4.2007 | 11:05
Gleðilegt sumar
Samkvæmt dagatalinu er sumarið komið og hef ég sterklega á tilfinningunni að það sé rétt handan við hornið og það verði milt og gott er þó ekki alveg viss um hversu sólríkt það verður. Umsíðustu helgi dvaldi ég með 7 frábærum hjúkrunarfræðingum í Amsterdam, veðrið dásamlegt, félagsskapurinn ógleymanlegur, mikið drukkið af bjór (líka ég sem drekk ekki bjór að öllu jöfnu), borðaður góður matur, mikið talað, hlegið, en kannski ekki svo mikið skoðað, bara rölt á milli bjórkránna í rólegheitunum, til marks um það var ég sú eina sem fór á safn og er ég nú ekki sú safnaglaðasta í heiminum, tiltölulega litlum tíma varið í verslanir ekki nema 1-2 tími á dag, gat þó verslað annsi mikið á stuttum tíma enda orðin vel þjálfuð í þeim bransa semsagt í alla staði frábær ferð sem verður vonandi endurtekin að ári, þó svo hún verði til einhverrar annarrar borgar. Verð áfram á faraldsfæti, næst er það hjúkrunarforstjórafundur á Selfossi á fimmtudag og föstudag, ætli ég fari svo ekki í Biskupstungurnar eftir það, trúi ekki öðru en að blessað barnið verði fætt hjá Heiðu og Axel. Síðan stefnir allt í suðurferð 4-8 maí, Fulltrúaþing FÍH 7 og 8 maí. Svo er það útskrift hjá Völu og Trausta í lok maí og þá verður barnið hjá Heiðu og Axel líka skírt svo hægt verði fyrir norðanfólkið að samnýta ferðina. Allt að fara í betri farveg í vinnunni, veikindin heldur í rénun og búin að ráða sumarafleysingafólkið, allt að komast í góðan gír þar og vonandi fer maður að sjá fram á daga þar sem hægt er að gera fleira en það allra nauðsynlegasta.
4.4.2007 | 20:54
Páskafrí
Loksins komin í páskafrí eða þannig, er reyndar á bakvakt þar til í fyrramálið og svo aftur á laugardag til mánudags, gæti reyndar breyst vegna veikinda hjá þeirri sem átti að taka við bakvaktinni í dag. Búið að vera alveg geggjað að gera í vinnunni undanfarið, hef bara aldrei kynnst öðru eins heilsuleysi og verið hefur hér undanfarið bæði hjá íbúum og starfsfólki. Reyni þó að vera bara 8-9 klst. á dag í vinnunni en síðan hef ég þurft að sinna ýmsu vinnutengdu heima í allt að 4 klst. á dag, svo ég er nú að verða ansi þreytt á þessu ástandi. Sem betur fer er ég með frábært samstarfsfólk sem hafa staðið sig eins og hetjur í öllu þessu álagi, en því miður nær maður bara að gera það allra nauðsynlegasta á hverjum degi og ýtir öllu hinu á undan sér og vonar að ástandið fari svo að skána einhvetímann og þá verði tími til að vinna upp halann sem safnast. Ekki enn búin að manna sumarið og hefur þetta aldrei gengið svona illa að koma þessu heim og saman, enda aldrei tími til að sinna þessu almennilega en vonast til að ná að koma þessu heim og saman á morgun eða í síðast lagi á laugardag. Svo verð ég í fríi alla næstu viku og ekki skipulögð mæting í vinnuna fyrr en 16. apríl. Stefni á Reykjavík á annan í páskum og svo er það Amsterdam 12. apríl. Sem betur fer hefur verið pása í pólitíkinni síðustu daga, þó einn stuttur fundur í dag enda veit ég ekki hvernig það hefði líka átt að komast fyrir.
Gleðilega páska
1.4.2007 | 11:49
Árið er liðið
Það var fyrir akkúrat ári að ég sá frétt í mogganum um bloggsíur tengda morgunblaðinu, var nú ekki viss hvort þetta væri aprílgabb eða hvað en ákvað allavegana að prufa að skrá mig fyrir síðu, finnst svo flott að vera með síðu á mínu nafni og var og er enn svekkt yfir að ná ekki netfangi á skírnarnafninu mínu, en hvað kom í ljós, jú þetta var sannleikur ég náði síðu með mínu skírnarnafni en hvað svo. Ekki hef ég nú beint verið dugleg í þessum bloggbransa en blogga þó alltaf öðru hvoru, á þó enn eftir að ná tökum á lúkkinu og að setja inn myndir er nú ekki beint dugleg í myndartökunum, segi stundum að ef ég muni ekki myndefnið sé það ekki þess virði að eiga mynd af því. Ætla alltaf öðruhvoru að taka mig á og vera duglegri í þessu en er hætt að lofa nokkru, svík þá ekkert.
En að málefnum líðandi stundar, niðurstaða komin í kosningarnar í Hafnarfirði og þeir sem vilja kyrrstöðu og afturhald í atvinnumálum höfðu betur, það gæti þó komið sér vel hér á norðurlandi, kannski aukast þá möguleikar Húsvíkinga á að fá álver eða annan stóratvinnuvinnustað í héraðið. Þau þar ættu að hafa allt með sér, næga orku, hentugt landsvæði, stutt í alla stoðþjónustu og eru tilbúin með mótvægisaðgerðir í formi gróðursetningar. Áfram Húsavík, í þessu sambandi vakti athygli mína að á fund um álver á Bakka þorði enginn af efstu frambjóðendum VG að mæta og standa fyrir máli sínu vissu líklega sem var að það yrði ekki til að halda í atkvæðin í kjördæminu.
Hér á Dalvík er búin að vera þvílíka bongóblíðan um helgina, hitinn um miðjan daginn í gær fór í 20° C á óopinberum hitamæli, hugsanlega var raunhitinn eitthvað lægri og í dag virðist allt stefna í ljómandi gott veður hiti, sól með köflum og rigningarsuddi með köflum. Farin að klæja í fingurnar að fara í vorverkin en þori þó eiginlega ekki að storka orlögunum með því strax, ef viðrar svona vel áfram stefnir þó allt í það að ég byrji á vorvekunum um páska.
Annars er alltaf nóg að gera (sem betur fer) stefnir þó í frekar rólegt ástand í fundamálum á næstunni vegna fjölda frídaga, svo er Amsterdamferð 12-15. apríl og aftur suðurferð 25. apríl - 1. maí. Svo þarf ég að fara að drífa mig í að henda og gefa úr geymslunni, svo það verði fljótlegra að losa íbúðina þegar og ef ég get selt, því ég er tilbúina að losa íbúðina nánast um leið ef ég get selt.
18.3.2007 | 17:38
Hið sanna andlit Össurar
Er að horfa á Silfur Eigils þar sýnir Össur svo sannarlega sitt rétta andlit. Yfirlýsingar hans um að vilja samstöðu um auðlindarfrumvarpið var algjörlega marklaus eini tilgangur hans var að reyna að kljúfa ríkisstjórnina
18.3.2007 | 14:28
Illu er best aflokið
Ja þetta segir máltækið allavegana. Var að klára skattskýrsluna, á að vísu eftir að senda hana á skattinn, því mig langaði að sjá bráðabirgðaútreikninginn áður og ég gat ekki fengið hann fram í tölvunni minni, reyni það á morgun í vinnunni. Fæ alltaf létt þunglyndiskast þegar ég geri skattskýrsluna og sé tekjurnar en er ekki alveg með það á hreinu í hvað allir þessir peningar hafa farið. Er þó fljót að jafna mig og fór og pantaði bækur á amazon og silkinærföt (útivistar) frá kanadísku fyrirtæki. Búin að vera þvílíkt dugleg um helgina, því fyrir utan skattskýrsluna, þá tók ég allt húsið í gegn, þvoði, þurrkaði og gekk frá 4 þvottavélum, bakaði eldaði og ýmislegt smálegt. Hef þó mest legið í leti í dag, hangið á netinu, en letidagar eru algjör nauðsyn öðru hvoru. Veðrið í dag líka kjörið í þetta því það er hríðarhraglandi úti en þó ekki nein illska hér á Dalvíkinni. Markiðið að fara í ræktina í fyrramálið svo ég geti sagt að ég sé að reyna mitt besta í því, enda endurkoma á Kristnes á morgun og á Lansanum á mánudag eftir viku. Hef ekkert lést síðustu vikurnar, verð kannski bara að sætta mig við þessi 80 kíló sem eru farin, vildi þó gjarnan missa 15 - 20 kíló í viðbót.
17.3.2007 | 14:07
skyldur heildsala
Tiltekið geðlyf ekki fáanlegt í nokkrar vikur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2007 | 14:00
Gott að búa í Dalvíkurbyggð
Hef ekki verið að standa mig í blogginu (sem er nú ekkert nýtt). Get þó ekki sagt að lítið hafi verið um að vera en það er þetta að gefa sér tíma í bloggskrifin.
Í lok febrúar skrapp ég í 6 daga til Kaupmannahafnar og hafði þat gott í faðmi fjölskyldunnar þar, takk fyrir að leyfa mér alltaf að gista Þóra, Össi og börn. Náði m.a. að vera í afmælinu hans Matthíasar og fara á skemmtun á Klúbbnum hjá Ingva og Matthíasi, svo var náttúrulega farið í búðir og gengið mikið og farið á kaffihús eins og vera ber.
Kom heim mátulega til að fara á flokksþing Framsóknar, fyrsta skipti sem ég er á fullburða flokksþingi hjá þeim og var það mjög ánægjulegt í alla staði og var endað á skemmtun á laugardagskvöldinu sem tókst alveg frábærlega.
Síðasta vikan hefur verið venju fremur ánægjuleg, byrjaði á laugardag að fara í spa og matarklúbb með góðum vinkonum á Akureyri, mikið borðað, talað og hlegið, TAKK stelpur. Á þriðjudag var ég viðstödd þegar börnin á Krílakoti tóku fyrstu skóflustunguna að viðbyggingu við leikskólann sinn og loksins fer að koma að því að leikskólinn verði fullbyggður, á miðvikudagskvöld var saumaklúbbur á Akureyri og eins og vanalega frábært að hitta hjúkkurnar sem útskrifuðust með mér og eru á Akureyri. Á fimmtudaginn var aukafundur í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar þar sem við samþykktum fyrir okkar leyti aðkomuna að menningarhúsinu sem Sparisjóðurinn ætlar að gefa okkur íbúum Dalvíkurbyggðar að því loknu fórum við í skoðunarferð á vegum veitnanna þar sem nýja holan á Brimnesborgum og dælustöð fráveitunnar var formlega gangsettar sem og fyrirhugaðar framkvæmdir á vegum veitnanna voru kynntar. Þessari stórhuga viku lauk síðan á föstudagskvöldið með því að ég fór og var viðstödd undirritun samnings milli Sparisjóðs Svarfdæla og Dalvíkurbyggðar um menningarhús, einnig voru veittir styrkir úr menningarsjóð Sparisjóðsins samtals að upphæð tæpar 5 milljónir. Greinilega besta fólkið á landinu sem stendur að Sparisjóðnum og ef aðrar fjármálastofnanir stæðu sig sambærilega væri hér á Íslandi öflugast mannlíf í heimi.
Dagurinn í dag fer í tiltekt og ætli ég verði ekki að gera skattskýrsluna á morgun illu er best aflokið í því eins og svo mörgu öðru.
Af húsbyggingunni er ekkert að frétta enda ekkert að frétta af sölumálum á íbúðinni og svo er nú ekki enn búið að staðfesta deiliskipulagið þar sem lóðin "mín" er.
Næstu helgi verð ég fyrir sunnan, fundur á föstudag vera með frænkum mínum á laugardag og sunnudag og síðan heimsókn til læknis á mánudag. Aprílmánuður er síðan þéttskipaður af fundum, utanlandsferð og suðurferðum.
Kveðja frá besta bæ landsins
11.2.2007 | 11:29